Erlent

Blair enn og aftur gagnrýndur vegna Íraks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tony Blair forsætisráðherra Breta sætir harðri gagnrýni vegna Íraksstríðsins. Mynd/ AFP.
Tony Blair forsætisráðherra Breta sætir harðri gagnrýni vegna Íraksstríðsins. Mynd/ AFP.
Enn og aftur sætir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, gagnrýni innrásarinnar í Írak árið 2003. Í þetta sinn er það John Major, forveri Blairs í starfi, sem gagnrýnir hann.

Major segist hafa stutt innrásina vegna þeirra skýringa sem Blair gaf á henni sem forsætisráðherra. Núna væri hins vegar mörgum spurningum um stríðið ósvarað.

Major sagði í samtali við BBC fréttastofuna að þær skýringar sem Blair gaf, að Saddam Hussain hefði verið vondur maður og yrði að víkja, væru ófullnægjandi skýringar.

Major sagði að það virtist núna vera sem það hefðu verið efasemdir um það fyrir árásina hvort gereyðingarvopn væru í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×