Fara ótroðnar slóðir Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2010 05:00 Anton og félagar hans hafa slegið í gegn með bílaleigunni CheapJeep. Markaðurinn/Vilhelm Ein af athyglisverðustu nýjungunum í íslenskum ferðamannaiðnaði er bílaleigan CheapJeep, sem hefur vaxið ævintýralega á því rúma ári sem hún hefur starfað. Sérstaða hennar liggur í bílakostinum, þar sem aðstandendur fyrirtækisins fóru frekar ótroðnar slóðir. Anton Traustason, framkvæmdastjóri og einn eigenda, sagði allt hafa byrjað með skyndiákvörðun í fyrra. „Ég var með lítið bílaþjónustufyrirtæki og keypti gamlan bíl af vinkonu meðeiganda míns, Christian Uttrup. Svo datt mér í hug að það væri kannski sniðugt að setja bílinn bara í útleigu. Svo fengum við góða aðila með okkur í þetta og slógum til.“ Anton og Christian fengu ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik Backpackers með sér og ákveðið var að kaupa fimm eldri bíla, tæplega tíu ára gamla, til að gera út. Þeirra bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir að halda þessum fjölda fyrsta sumarið og bæta svo við 14-15 bílum árið eftir. „Við enduðum hins vegar í 25 bílum síðasta sumar og í sumar vorum við með 130 bíla.“ CheapJeep menn fóru líka óhefðbundnar leiðir í fjármögnun sinni og hafa að sögn Antons aldrei tekið lán fyrir neinu. „Við höfum ekki einu sinni tekið yfirdráttarheimild. Þegar er til peningur er hann notaður, en ef ekkert er til er ekkert keypt.“ Anton segist hafa reynslu af rekstri, en þetta sé það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Þetta er búið að vera geðveikisleg vinna og maður gengur í öll störf. Ég var eiginlega eini viðgerðarmaðurinn hjá fyrirtækinu í sumar, með alla þessa gömlu bíla. Það tók svolítið á, en það gekk upp.“ Viðtökurnar hafa verið með miklum ólíkindum og vefsíða bílaleigunnar, cheapjeep.is er einn lykillinn að því. Styrkur hennar sést best á því að frá upphafi hafa þeir eytt um 250.000 krónum í markaðssetningu, og þá eru taldar með allar auglýsingar, veggspjöld og dreifibréf. „Viðtökurnar hjá okkur hafa einfaldlega verið svo góðar að við höfum ekki þurft að eyða peningum í markaðssetningu,“ segir Anton. Kúnnahópurinn hjá CheapJeep er mjög fjölbreyttur þó að ungir erlendir ferðamenn séu auðvitað í meirihluta. Anton segir þó að fólk úr öllum þrepum þjóðlífsins komi til þeirra og láti heillast af hagstæðu verði. Þeir hyggjast þó enn breikka hópinn þar sem þeir ætla að einbeita sér að Íslendingum á næstunni og bjóða upp á hópferðabíla og litlar rútur fyrir hópa og fyrirtæki. Þannig að enn eru sóknarfæri hjá þessu unga fyrirtæki, en Anton segir þá taka hlutunum eins og þeir koma. Stefnan er þó enn tekin upp á við. „Það virðist sem við höfum gert eitthvað rétt í þessu. Við stefnum ekki í eins hraða uppbyggingu á næsta ári, en við munum sennilega aðeins stækka og efla flotann.“ Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ein af athyglisverðustu nýjungunum í íslenskum ferðamannaiðnaði er bílaleigan CheapJeep, sem hefur vaxið ævintýralega á því rúma ári sem hún hefur starfað. Sérstaða hennar liggur í bílakostinum, þar sem aðstandendur fyrirtækisins fóru frekar ótroðnar slóðir. Anton Traustason, framkvæmdastjóri og einn eigenda, sagði allt hafa byrjað með skyndiákvörðun í fyrra. „Ég var með lítið bílaþjónustufyrirtæki og keypti gamlan bíl af vinkonu meðeiganda míns, Christian Uttrup. Svo datt mér í hug að það væri kannski sniðugt að setja bílinn bara í útleigu. Svo fengum við góða aðila með okkur í þetta og slógum til.“ Anton og Christian fengu ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavik Backpackers með sér og ákveðið var að kaupa fimm eldri bíla, tæplega tíu ára gamla, til að gera út. Þeirra bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir að halda þessum fjölda fyrsta sumarið og bæta svo við 14-15 bílum árið eftir. „Við enduðum hins vegar í 25 bílum síðasta sumar og í sumar vorum við með 130 bíla.“ CheapJeep menn fóru líka óhefðbundnar leiðir í fjármögnun sinni og hafa að sögn Antons aldrei tekið lán fyrir neinu. „Við höfum ekki einu sinni tekið yfirdráttarheimild. Þegar er til peningur er hann notaður, en ef ekkert er til er ekkert keypt.“ Anton segist hafa reynslu af rekstri, en þetta sé það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Þetta er búið að vera geðveikisleg vinna og maður gengur í öll störf. Ég var eiginlega eini viðgerðarmaðurinn hjá fyrirtækinu í sumar, með alla þessa gömlu bíla. Það tók svolítið á, en það gekk upp.“ Viðtökurnar hafa verið með miklum ólíkindum og vefsíða bílaleigunnar, cheapjeep.is er einn lykillinn að því. Styrkur hennar sést best á því að frá upphafi hafa þeir eytt um 250.000 krónum í markaðssetningu, og þá eru taldar með allar auglýsingar, veggspjöld og dreifibréf. „Viðtökurnar hjá okkur hafa einfaldlega verið svo góðar að við höfum ekki þurft að eyða peningum í markaðssetningu,“ segir Anton. Kúnnahópurinn hjá CheapJeep er mjög fjölbreyttur þó að ungir erlendir ferðamenn séu auðvitað í meirihluta. Anton segir þó að fólk úr öllum þrepum þjóðlífsins komi til þeirra og láti heillast af hagstæðu verði. Þeir hyggjast þó enn breikka hópinn þar sem þeir ætla að einbeita sér að Íslendingum á næstunni og bjóða upp á hópferðabíla og litlar rútur fyrir hópa og fyrirtæki. Þannig að enn eru sóknarfæri hjá þessu unga fyrirtæki, en Anton segir þá taka hlutunum eins og þeir koma. Stefnan er þó enn tekin upp á við. „Það virðist sem við höfum gert eitthvað rétt í þessu. Við stefnum ekki í eins hraða uppbyggingu á næsta ári, en við munum sennilega aðeins stækka og efla flotann.“
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira