50% hækkun álverðs styrkir stöðu Landsvirkjunar 8. janúar 2010 18:27 Fimmtíu prósenta hækkun álverðs á síðasta ári hefur stórbætt stöðu Landsvirkjunar. Búast má við að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði á annan tug milljarða króna og eiginfjárstaðan verði orðin betri en var áður en ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar.Heimsmarkaðsverð á áli hefur afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar en einnig á mat á verðmæti fyrirtækisins, þar sem gildandi raforkusamningar við álfyrirtækin eru metnir til framtíðarvirðis. Álverð var um 1500 dollarar tonnið í upphafi árs en í lok árs var það komið upp í 2.240 dollara tonnið. Hækkunin á árinu var þannig gríðarleg eða um 50 prósent og raunar hefur verðið enn hækkað á fyrstu dögum ársins og var í dag komið yfir 2.400 dollara í langtímasamningum.Stórfelld hækkun á álverði hefur verulega þýðingu fyrir þjóðarbúið en 38 prósent af útflutningstekjum Íslands komu frá orkufrekum iðnaði á nýliðnu ári. Þetta eru því einhver jákvæðustu tíðindi sem íslenskt efnahagslíf hefur fengið um langt skeið, og ættu einnig að kæta eigendur Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, sem sömuleiðis hafa umtalsverðar tekjur af orkusölu til álvera.En það er fleira jákvætt að gerast í rekstri Landsvirkjunar. Lán fyrirtækisins bera fljótandi vexti og þeir hafa snarlækkað á undanförnum misserum, farið úr 4-5 prósentustigum niður í 1-2 prósentustig, en þessi vaxtalækkun þýðir 7 til 8 milljarða króna sparnað í vaxtakostnaði á ári.Ársreikningar Landsvirkjunar verða væntanlegar birtir í mars og áætla sérfræðingar, sem fréttastofan ræddi við, að þeir muni sýna verulegan hagnað, líklega upp á annan tug milljarða króna. Samhliða góðri afkomu hefur eiginfjárstaða fyrirtækisins styrkst. Eiginfjárhlutfallið fór lægst í 26 prósent en spáð er að það fari nú yfir 32 prósent. Það þýðir að hlutfallið er komið yfir það sem það var áður en Landsvirkjun réðst í smíði Kárahnjúkavirkjunar. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Fimmtíu prósenta hækkun álverðs á síðasta ári hefur stórbætt stöðu Landsvirkjunar. Búast má við að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði á annan tug milljarða króna og eiginfjárstaðan verði orðin betri en var áður en ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar.Heimsmarkaðsverð á áli hefur afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar en einnig á mat á verðmæti fyrirtækisins, þar sem gildandi raforkusamningar við álfyrirtækin eru metnir til framtíðarvirðis. Álverð var um 1500 dollarar tonnið í upphafi árs en í lok árs var það komið upp í 2.240 dollara tonnið. Hækkunin á árinu var þannig gríðarleg eða um 50 prósent og raunar hefur verðið enn hækkað á fyrstu dögum ársins og var í dag komið yfir 2.400 dollara í langtímasamningum.Stórfelld hækkun á álverði hefur verulega þýðingu fyrir þjóðarbúið en 38 prósent af útflutningstekjum Íslands komu frá orkufrekum iðnaði á nýliðnu ári. Þetta eru því einhver jákvæðustu tíðindi sem íslenskt efnahagslíf hefur fengið um langt skeið, og ættu einnig að kæta eigendur Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, sem sömuleiðis hafa umtalsverðar tekjur af orkusölu til álvera.En það er fleira jákvætt að gerast í rekstri Landsvirkjunar. Lán fyrirtækisins bera fljótandi vexti og þeir hafa snarlækkað á undanförnum misserum, farið úr 4-5 prósentustigum niður í 1-2 prósentustig, en þessi vaxtalækkun þýðir 7 til 8 milljarða króna sparnað í vaxtakostnaði á ári.Ársreikningar Landsvirkjunar verða væntanlegar birtir í mars og áætla sérfræðingar, sem fréttastofan ræddi við, að þeir muni sýna verulegan hagnað, líklega upp á annan tug milljarða króna. Samhliða góðri afkomu hefur eiginfjárstaða fyrirtækisins styrkst. Eiginfjárhlutfallið fór lægst í 26 prósent en spáð er að það fari nú yfir 32 prósent. Það þýðir að hlutfallið er komið yfir það sem það var áður en Landsvirkjun réðst í smíði Kárahnjúkavirkjunar.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira