Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir hafa rekið GSM banka í 12 ár

Sparisjóðirnir hafa boðið öllum bankaþjónustu í gegnum farsíma eða GSM banka í rúmlega 12 ár.

Í tilkynningu segir að GSM bankinn eins og hann er nefndur er í stöðugri þróun og nú geta viðskiptavinir farið inn á m.spar.is eða m.byr.is í farsímanum sínum. Notendur fá þá upp innskráningarglugga þar sem slegið er inn notendanafn, lykilorð og auðkennisnúmer. Þar með geta viðskiptavinir sinnt sínum bankaviðskiptum og fengið upplýsingar í farsímann.

Til að komast inn í GSM bankann þurfa viðskiptavinir að vera með aðgang að Heimabanka sparisjóðanna.

Hægt er að sækja um Heimabankann í næsta sparisjóði eða á vefnum spar.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×