Webber kátur, Vettel hundfúll 29. maí 2010 18:14 Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu. Mest lesið Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefán Teits Enski boltinn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Körfubolti Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Sport Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Körfubolti Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Enski boltinn Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli Fótbolti „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu.
Mest lesið Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefán Teits Enski boltinn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Körfubolti Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Sport Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Körfubolti Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Enski boltinn Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli Fótbolti „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti