Viðskipti innlent

Hörður Arnarson með 74 milljónir í laun hjá Marel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Arnarson var með 74 milljónir í laun á mánuði hjá Marel í fyrra. Mynd/ GVA.
Hörður Arnarson var með 74 milljónir í laun á mánuði hjá Marel í fyrra. Mynd/ GVA.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var með 74 milljónir króna, eða 420 þúsund evrur, í laun og hlunnindi hjá Marel á árinu 2009, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins sem var birtur í dag.

Hörður hætti hins vegar störfum hjá fyrirtækinu í lok mars, en þá var Theo Hoen ráðinn forstjóri fyrirtækisins eftir sameiningu þess við Stork Food Systems. Því lætur nærri að Hörður hafi verið með 24,7 milljónir í laun og hlunnindi á mánuði hjá Marel í fyrra.

Hörður var forstjóri hjá Marel í 10 ár. Hann var síðan ráðinn til Sjóvár á vormánuðum 2009. Hann staldraði hins vegar stutt við þar og tók við forstjórastólnum í Landsvirkjun um síðustu áramót.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×