Erlent

Fór út að skokka og varð fyrir flugvél

Frá slysstað. Vélin hafnaði í sjónum. Flugmaður og farþegi sluppu ómeiddir. Það sama verður ekki sagt um sérskennilega óheppinn skokkara sem varð á vegi þeirra.
Frá slysstað. Vélin hafnaði í sjónum. Flugmaður og farþegi sluppu ómeiddir. Það sama verður ekki sagt um sérskennilega óheppinn skokkara sem varð á vegi þeirra.

Bandarískur skokkari varð fyrir flugvél þegar hann var að skokka meðfram strandlengju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Flugvélin er lítil einkavél og er af gerðinni Lancair IV-P.

Samkvæmt fréttmiðlinum New York Post þá lak olía úr flugvélinni með þeim afleiðingum að hún missti afl. Flugmaðurinn hugðist þá nauðlenda vélinni í sjónum nálægt Hilton Head ströndinni í Suður-Karólínu.

Svo virðist sem olía hafi farið á framrúðu vélarinnar sem skyggði útsýni flugmannsins. Þegar hann nálgaðist svo sjóinn flaug hann beint á skokkarann sem var 38 ára gamall tveggja barna faðir.

Skokkarinn var að hlusta á tónlist og heyrði því ekki vélargnýinn nálgast sig. Áður en hann vissi af flaug flugvélin á hann. Talið er að skokkarinn hafi látist samstundis.

Einn farþegi var með flugmanninum í flugvélinni og hvorugan sakaði.

Flugeftirlitið í Bandaríkjunum rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×