Viðskipti innlent

Vafi um heimildir HS orku

Vafi kann að leika á því hvort HS orku sé heimilt að eiga hluti í öðrum innlendum orkufyrirtækjum. Félagið á umtalsverðan hlut í fyrirtækinu Suðurorku sem hyggur á rannsóknir og ef til vill virkjanir í framtíðinni.

Nefnd um erlendar fjárfestingu hefur fallist á að Magma Energy megi eiga 98,5 prósenta hlut í HS orku. Magma er kanadískt en fjárfestir hér í gegnum sænskt dótturfélag. Lög um erlenda fjárfestingu kveða á um takmarkanir á fjárfestingum útlendinga í innlendum orkuiðnaði, en aðili af EES svæðinu má það. Þess vegna er fallist á kaupin.

Í lögum um erlenda fjárfestingu er erlendur aðili meðal annars skilgreindur sem atvinnufyrirtæki undir erlendum yfirráðum. Það á klárlega við í tilviki HS orku.

Félagið á nú ríflega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Suðurorku og stefnir raunar á að auka hlut sinn upp í fimmtíu prósent. Fyrirtækið á vatnsréttindi í Skaftá og er hugmyndin þar verði síðar reist Búlandsvirkjun; 150 megavatta virkjun, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir skömmu.

Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS orku, segir á í samtali við fréttastofu, að Suðurorka sé ekki orkufyrirtæki. Félagið sinni aðeins rannsóknum. Hvort það síðar verði sannarlega orkufyrirtæki, reisi virkjun og hefji rafmagnsframleiðslu sé framtíðarmál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×