Völdum fylgir ábyrgð – opið bréf Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 2. júní 2010 06:00 Elsku Besti flokkur! Innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur í borgarstjórnarkosningunum um helgina. Eins og alþjóð veit, þá komst þú, sást og sigraðir. Hinum flokkunum gekk ekki jafn vel. Kannski mátum við kjósendur það sem svo að hinir flokkarnir hafi ekki staðið við loforðin sín. Hafi ekki notað völdin vel. Hafi frekar notað þau í eigin þágu en annarra. Hafi ekki hlustað. Þú lofaðir ýmsu. Vonandi gengur vel að efna það. Við hlökkum sérstaklega til að þurfa ekki að taka handklæði með í sund. Við eigum svo mörg börn að okkur munar um að þurfa ekki að druslast með fullt skott af blautum handklæðum. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur. Nú er þetta í þínum höndum. Og völdum fylgir ábyrgð. Fyrsta bíómyndin um Köngulóarmanninn minnir okkur á það. Þar sjáum við þegar Peter Parker lætur ógert að stíga inn í aðstæður og stoppa skúrk sem vinnur óvinum hans tjón. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Á þetta er líka minnt í sjónvarpsþáttunum The Wire, eins og þú þekkir auðvitað mæta vel. Þar erum við líka minnt á hvað þarf að vera í lagi til að samfélag sé gott. Ofurhetja með ábyrgðartilfinningu er kannski það sem Reykvíkingar óskuðu sér í þessum kosningum. Mikill vandi blasir við einstaklingum og samfélaginu öllu. Inn í þessar aðstæður þarf að stíga, slá vörð um velferð og styðja við fólk á öllum aldri. Til þess varst þú valinn. Nú ríður á að nota okkar sameiginlegu sjóði sem best. Af því að þeir eru ekki ótakmarkaðir, þarf að ákveða hvað verður gert og hvað er látið ógert. Kannski eru ókeypis handklæði ekki það sem mest liggur á. Við treystum þér til að velja rétt. Gangi þér allt í haginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku Besti flokkur! Innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur í borgarstjórnarkosningunum um helgina. Eins og alþjóð veit, þá komst þú, sást og sigraðir. Hinum flokkunum gekk ekki jafn vel. Kannski mátum við kjósendur það sem svo að hinir flokkarnir hafi ekki staðið við loforðin sín. Hafi ekki notað völdin vel. Hafi frekar notað þau í eigin þágu en annarra. Hafi ekki hlustað. Þú lofaðir ýmsu. Vonandi gengur vel að efna það. Við hlökkum sérstaklega til að þurfa ekki að taka handklæði með í sund. Við eigum svo mörg börn að okkur munar um að þurfa ekki að druslast með fullt skott af blautum handklæðum. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur. Nú er þetta í þínum höndum. Og völdum fylgir ábyrgð. Fyrsta bíómyndin um Köngulóarmanninn minnir okkur á það. Þar sjáum við þegar Peter Parker lætur ógert að stíga inn í aðstæður og stoppa skúrk sem vinnur óvinum hans tjón. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Á þetta er líka minnt í sjónvarpsþáttunum The Wire, eins og þú þekkir auðvitað mæta vel. Þar erum við líka minnt á hvað þarf að vera í lagi til að samfélag sé gott. Ofurhetja með ábyrgðartilfinningu er kannski það sem Reykvíkingar óskuðu sér í þessum kosningum. Mikill vandi blasir við einstaklingum og samfélaginu öllu. Inn í þessar aðstæður þarf að stíga, slá vörð um velferð og styðja við fólk á öllum aldri. Til þess varst þú valinn. Nú ríður á að nota okkar sameiginlegu sjóði sem best. Af því að þeir eru ekki ótakmarkaðir, þarf að ákveða hvað verður gert og hvað er látið ógert. Kannski eru ókeypis handklæði ekki það sem mest liggur á. Við treystum þér til að velja rétt. Gangi þér allt í haginn!
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar