Koma þarf í veg fyrir markaðsmisnotkun 2. júní 2010 05:00 Vilhjálmur Bjarnason Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hlutabréf vonlaus á markaði," segir Vilhjálmur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé," bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minnihlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um ársreikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stunduð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig," segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfaviðskipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskattsins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann." Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformannssætinu. „Það skortir enn þá allan trúverðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp." Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varðar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varðar." - óká Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Það þarf að byrja á því að fara í gegn um hlutafélagalögin og athuga hvað það er sem gerir hlutabréf vonlaus á markaði," segir Vilhjálmur um hvað til þurfi að koma til að hér fái hlutabréfamarkaður þrifist með góðu móti á ný. Hann segir að tryggja þurfi betur jafnræði hluthafa og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun. „Og það þarf að hætta ofurskattlagningu á sparifé," bætir hann við. Vilhjálmur segir að frumvarp sem nú er í meðförum Alþingis og snýr að minnihlutavernd og fleiri þáttum í lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og um ársreikninga gangi ekki nógu langt í að verja rétt smærri hluthafa fyrirtækja. „Svo er sú staðreynd ein að hér hafi verið stunduð markaðsmisnotkun í fimm ár rannsóknarefni út af fyrir sig," segir hann og telur fásinnu að fara af stað með hlutabréfaviðskipti á ný fyrr en lokað hefur verið fyrir möguleika á slíku. „Við bætist svo að hluthafar lenda nú í veseni vegna auðlegðarskattsins. Og svo veit maður ekki hvar þessi tekjuskattur af arði á eftir að lenda. Ríkisstjórnin er að binda girðingar um það að menn kaupi nokkurn tímann." Þá þykir Vilhjálmi ekki gæfulegt að stefna að því að skrá Haga á markað með fyrrverandi eiganda, Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, í stjórnarformannssætinu. „Það skortir enn þá allan trúverðugleika og stjórnvöld hafa ekki byggt hann upp." Annað sem Vilhjálmur bendir á er að Fjármálaeftirlitið hafi hingað til ekki talið hlutverk sitt að hafa eftirlit með brotum á hlutafélagalögum í skráðum félögum. „Skráð félög eru eftirlitslaus hvað varðar hlutafélagalög í kauphöll. Þau lög eru á einskis manns borði hvað eftirlit varðar." - óká
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent