Viðskipti innlent

Ríkið fær forkaupsrétt í listaverk Arion banka

Listasafn Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, mun fá forkaupsrétt í þau listaverk Arion banka sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenska listasögu.

Í tilkynningu segir að í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16:30 verður undirritað samkomulag mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis annars vegar og Arion banka hins vegar.

Samkomulagið tryggir Listasafni Íslands forgang að þeim verkum í listaverkasafni bankans sem eru talin hafa mikla þýðingu fyrir íslenska listasögu, og mun bankinn færa listasafninu tvö þessara verka að gjöf að lokinni undirritun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×