Miklu fleiri þarf að mennta í tæknigeira Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júní 2010 06:00 Nemar á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni. „Með því að taka höndum saman við hið opinbera í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Danmörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins opinbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira. „Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar landið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækniland,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðaltali og 16,4 prósent meðal ungs fólks. „Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stórfellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við getum komið honum inn í ný störf.“ Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunninn í þann geira. Við viljum endurmennta og endurþjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti gengið inn í ný störf sem til verða á markaði.“ Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnaðinn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“ Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar. Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppnishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar tæknigreinar.“ Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira
Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni. „Með því að taka höndum saman við hið opinbera í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Danmörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins opinbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira. „Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar landið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækniland,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðaltali og 16,4 prósent meðal ungs fólks. „Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stórfellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við getum komið honum inn í ný störf.“ Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunninn í þann geira. Við viljum endurmennta og endurþjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti gengið inn í ný störf sem til verða á markaði.“ Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnaðinn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“ Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar. Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppnishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar tæknigreinar.“
Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira