Viðskipti innlent

Stefna á fyrstu greiðslu eftir ár

Skilanefnd Glitnis á 250 milljarða króna af handbæru fé. Fréttablaðið/Anton
Skilanefnd Glitnis á 250 milljarða króna af handbæru fé. Fréttablaðið/Anton
Við stefnum að því að geta byrjað að greiða hluta kröfuhafa fyrir lok árs 2011,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Á kröfuhafafundi skilanefndar og slitastjórnar bankans á fimmtudag kom fram að búið er að taka afstöðu til 95 prósent krafna í bankann.

Glitnir á 250 milljarða króna af handbæru fé. Árni telur að í kringum 200 milljarðar verði greiddir út í fyrsta áfanga til hluta þeirra sem eiga forgangskröfur og almennar kröfur. Þetta jafngildir í kringum átta prósentum af heildarkröfum.- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×