Erlent

Viktoría krónprinsessa sökuð um mútuþægni

Óli Tynes skrifar

Þrír sænskir ríkisborgarar hafa kært Viktoríu krónprinsessu fyrir að þiggja mútur.

Tilefnið er að sænski auðjöfurinn Bertil Hult gaf þeim brúðkaupsferð sem sænskir fjölmiðlar segja að hafi kostað milljónir sænskra króna.

Flogið var með brúðhjónin til Karíbahafsins í einkaþotu Hults. Þar fóru þau um borð í lystisnekkju hans og síðar bjuggu þau í lúxusvillu sem Hult á í Bandaríkjunum.

Kærendurnir þrír telja að Viktoría hafi ekki heimild til þess að þiggja svona dýrar gjafir.

Sérfræðingur í spillingarrannsóknum segir að krónprinsessan geti hugsanlega hafa gerst sek um mútuþægni.

Hann telur þó að yfirvöld muni ekki sýna því áhuga að taka málið upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×