Viðskipti innlent

40 milljarða kröfur og engar eignir

Kröfur í þrotabú Styrks Invest, sem var að stærstum hluta í eigu Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, og Kaldbaks, fjárfestingararms Samherja, nema nú um fjörutíu milljörðum. Félagið er eignalaust, og því fæst líklega ekkert upp í kröfurnar.

Eina eign Styrks Invest var tæplega 40% hlutur í Stoðum sem er verðlaus í dag. Stærstu kröfuhafarnir í þrotabú félagsins eru Glitnir banki með sautján milljarða, Landsbankinn með tólf milljarða, þrotabú Baugs Group með níu komma átta milljarða kröfu og Íslandsbanki með kröfu upp á yfir 960 milljónir króna.

 

Kröfulýsingafrestur rennur út eftir viku

Styrkur Invest, sem hét áður BG Capital, var fjárfestingaarmur Baugs Group og stærsti hluthafi FL Group, síðar Stoða.

Í byrjun aprílmánaðar 2008 fór fram hlutafjáraukning í félaginu og nýir hluthafar eignuðust það. Stærsti hluthafinn varð fjárfestingafélagið Gaumur, sem var á sama tíma einnig stærsti hluthafi Baugs Group. Auk þess voru í hluthafahópnum Kaldbakur, Hagar og eignarhaldsfélagið ISP sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×