Viðskipti innlent

Engin krónukaup skýra stöðugleikann

Engin viðskipti hafa verið með krónur á millibankamarkaði um nokkurt skeið.
Engin viðskipti hafa verið með krónur á millibankamarkaði um nokkurt skeið.

Gengi krónunnar hefur haldist svo til óbreytt þrátt fyrir hræringar á fjármálamörkuðum í kjölfar synjunar forseta.

Gengisvísitalan stóð í 233,12 stigum þegar forsetinn boðaði til blaðamannafundar í fyrradag og hafði hækkað um 0,1 punkt við lokun gjaldeyrismarkaða í gær. Engin viðskipti hafa verið með krónur á millibankamarkaði um nokkurt skeið.

Matsfyrirtækið Moody‘s segir synjun forseta geti haft óvissar afleiðingar fyrir lánstraust Íslands og torveldað áform um að komast upp úr kreppunni á næstunni. Matsfyrirtækið tekur þó fram að fjárhagsleg staða ríkissjóðs eigi að þola tímabundna óvissu. Pólitískt uppnám eða þrýstingur erlendra ríkja geti þó haft neikvæð áhrif. Matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat ríkissjóðs niður í ruslflokk en Standard & Poor‘s fært það á athugunarlista ásamt Íbúðalánasjóði. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×