Innlent

Bætt aðgengi að Gunnuhver

Ferðamenn geta nú virt Gunnuhver fyrir sér á ný.
Ferðamenn geta nú virt Gunnuhver fyrir sér á ný.

Opnað var fyrir aðgengi ferðamanna að Gunnuhver í landi Grindavíkurbæjar í gær. Síðustu tvö ár hefur svæðið verið lokað.

Fyrir tveimur árum hljóp aukin virkni í hverinn svo hann breiddi úr sér, eyðilagði útsýnispall og tók veginn þar í sundur. Almannavarnir lokuðu því svæðinu.

Nú hefur aðgengi ferðafólks verið bætt og nýir útsýnispallar byggðir auk þess sem aðgengi er fyrir fatlaða á svæðið í fyrsta sinn. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×