Innlent

Kosið aftur í Reykhólahreppi

Flatey. Íbúar eyjarinnar fengu ekki bækling um kosningar og því verður að kjósa á ný.fréttablaðið/anton
Flatey. Íbúar eyjarinnar fengu ekki bækling um kosningar og því verður að kjósa á ný.fréttablaðið/anton

Kosið verður á ný í Reykhólahreppi laugardaginn 24. júlí. Kosningin fer fram í skrifstofum sveitarfélagsins að Reykhólum.

Ástæða þessa er að framkvæmdinni var ábótavant þegar kosið var til sveitarstjórna í maí. Auglýsingar um kosningarnar, sem fara áttu á hvert heimili sveitarfélagsins, bárust seint og illa og alls ekki til íbúa Flateyjar. Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey, kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar sem felldi úrskurð honum í vil. Kosið var persónukosningu í sveitarfélaginu. Á kjörskrá voru 208 og greiddu 128 atkvæði.- kóp




Tengdar fréttir

Kosningarnar í Reykhólahreppi ógildar

Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að fjalla um kæru vegna sveitastjórnarkosninganna í Reykhólahreppi hefur komist að því að kosningarnar voru ólöglegar. Íbúi í Flatey kærði kosningarnar vegna þess að íbúar í Flatey að kosningarnar voru ekki auglýstar á eyjunni.

Sveitastjóri Reykhólahrepps útilokar ekki afsögn

"Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×