Umfjöllun: Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðaslagnum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2010 22:53 Björgvin Þór Hólmgeirsson skorar eitt marka sinna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Leikurinn fór vel af stað og mikil eftirvænting í báðum liðum eins og er alltaf fyrir þessa leiki, slaginn um Hafnafjörð. Pálmar Pétursson markvörður FH-inga hefði getað sett skilti fyrir utan teig og látið gestina vita að það væri lokað hjá honum þetta kvöldið. Hann varði hvað eftir annað og gaf mikinn kraft í FH-ingana. Haukarnir virkuðu frekar smeykir og klaufalegir í einföldum aðgerðum. Voru lengi í gang og virtust ekki vera fullkomlega klára í leikinn. Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson var eini leikmaður gestanna sem var að finna leiðina framhjá Pálmari í marki heimanna og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleik. Það varð allt brjálað í Kaplakrika þegar Ólafur Gústafsson meiddist er hann reyndi að svífa í gegnum vörn Hauka-liðsins, dæmdur var ruðningur en Ólafur lá í teignum þjáður. Haukar nýttu sér það og voru snöggir í sókn en Pálmar Pétursson varði stórkostlega og stemningin frábær í höllinni. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tíu sekúndur lifðu eftir af fyrrihálfleik. Haukar voru með boltann og Aron Kristjánsson var klókur. Setti Sigurberg Sveinsson inn á og Aron Rafn úr markinu og þar með voru þeir manni fleiri í sókninni og skoruðu mjög mikilvægt mark. Staðan í hálfleik, 13-12, í hörku leik. Það var svo leiks í seinni hálfeik sem að gestirnir komust yfir í fyrsta skipti. Það gaf þeim kraft og sá kraftur fylgdi liðinu fram á lokastundu. Spennan var gífurleg í Kaplakrika í kvöld og enginn gat séð fyrir um hvort þeir hvítu eða rauðu gengu brosandi út úr húsinu þetta kvöldið. Heimamenn voru klaufar í lokin og virtust ekki ráða við spennuna. FH-ingar voru í sókn er staðan var 23-23 og tvær mínútur eftir á leik klukkunni. Gestirnir nýttu sér það og voru snöggir fram í sókn og skoruðu, þar var að verki Bjarki Jónsson. Ólafur Guðmundsson steig upp í lokinn og svaraði fyrir sitt lið. Hann jafnaði leikinn, 24-24, og gestirnir í Haukum með leikinn í hendi sér fara fram í sókn þegar innan við mínúta var eftir. Þeir biðu með það að klára dæmið fram á loka andartak leiksins en það var sett í hendurnar á stórskyttunni Björgvini Þór Hólmgeirssyni, hann þakka fyrir sig með þrumufleyg og tryggði þar með dramatískan baráttusigur í þessum stórskemmtilega Hafnarfjarðaslag, lokatölur sem fyrr segir, 24-25 Haukum í vil. Pálmar Pétursson var frábær í marki heimamanna með tuttugu tvö varin skot. Félagi hans og bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og vildu eflaust margir meira frá honum. Hann skoraði fjögur mörk en var sterkur í vörninni sem og allt liðið. Hauka-liðið var lengi í gang en það var augljóst hver hetja þeirra var í kvöld, Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í sókninni með níu mörk og var lykillinn að sigri Hauka í þetta sinn.Tölfræði leiksins:FH-Haukar 24-25 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson 4 (11), Bjarni Fritzon 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal 2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 22/47 = 47% Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur Guðmunds 2, Bjarni 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar, Örn Ingi, Ásbjörn) Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 min. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Gunnar Berg Viktorsson 2 (2) 1/1, Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (7)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/34 = 29 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (1/2) = 25 %. Hraðaupphlaup: 10 ( Björgvin 3, Freyr 2, Pétur Páls 2, Þórður, Einar, Elías) Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Leikurinn fór vel af stað og mikil eftirvænting í báðum liðum eins og er alltaf fyrir þessa leiki, slaginn um Hafnafjörð. Pálmar Pétursson markvörður FH-inga hefði getað sett skilti fyrir utan teig og látið gestina vita að það væri lokað hjá honum þetta kvöldið. Hann varði hvað eftir annað og gaf mikinn kraft í FH-ingana. Haukarnir virkuðu frekar smeykir og klaufalegir í einföldum aðgerðum. Voru lengi í gang og virtust ekki vera fullkomlega klára í leikinn. Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson var eini leikmaður gestanna sem var að finna leiðina framhjá Pálmari í marki heimanna og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleik. Það varð allt brjálað í Kaplakrika þegar Ólafur Gústafsson meiddist er hann reyndi að svífa í gegnum vörn Hauka-liðsins, dæmdur var ruðningur en Ólafur lá í teignum þjáður. Haukar nýttu sér það og voru snöggir í sókn en Pálmar Pétursson varði stórkostlega og stemningin frábær í höllinni. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tíu sekúndur lifðu eftir af fyrrihálfleik. Haukar voru með boltann og Aron Kristjánsson var klókur. Setti Sigurberg Sveinsson inn á og Aron Rafn úr markinu og þar með voru þeir manni fleiri í sókninni og skoruðu mjög mikilvægt mark. Staðan í hálfleik, 13-12, í hörku leik. Það var svo leiks í seinni hálfeik sem að gestirnir komust yfir í fyrsta skipti. Það gaf þeim kraft og sá kraftur fylgdi liðinu fram á lokastundu. Spennan var gífurleg í Kaplakrika í kvöld og enginn gat séð fyrir um hvort þeir hvítu eða rauðu gengu brosandi út úr húsinu þetta kvöldið. Heimamenn voru klaufar í lokin og virtust ekki ráða við spennuna. FH-ingar voru í sókn er staðan var 23-23 og tvær mínútur eftir á leik klukkunni. Gestirnir nýttu sér það og voru snöggir fram í sókn og skoruðu, þar var að verki Bjarki Jónsson. Ólafur Guðmundsson steig upp í lokinn og svaraði fyrir sitt lið. Hann jafnaði leikinn, 24-24, og gestirnir í Haukum með leikinn í hendi sér fara fram í sókn þegar innan við mínúta var eftir. Þeir biðu með það að klára dæmið fram á loka andartak leiksins en það var sett í hendurnar á stórskyttunni Björgvini Þór Hólmgeirssyni, hann þakka fyrir sig með þrumufleyg og tryggði þar með dramatískan baráttusigur í þessum stórskemmtilega Hafnarfjarðaslag, lokatölur sem fyrr segir, 24-25 Haukum í vil. Pálmar Pétursson var frábær í marki heimamanna með tuttugu tvö varin skot. Félagi hans og bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og vildu eflaust margir meira frá honum. Hann skoraði fjögur mörk en var sterkur í vörninni sem og allt liðið. Hauka-liðið var lengi í gang en það var augljóst hver hetja þeirra var í kvöld, Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í sókninni með níu mörk og var lykillinn að sigri Hauka í þetta sinn.Tölfræði leiksins:FH-Haukar 24-25 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson 4 (11), Bjarni Fritzon 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal 2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 22/47 = 47% Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur Guðmunds 2, Bjarni 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar, Örn Ingi, Ásbjörn) Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 min. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Gunnar Berg Viktorsson 2 (2) 1/1, Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (7)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/34 = 29 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (1/2) = 25 %. Hraðaupphlaup: 10 ( Björgvin 3, Freyr 2, Pétur Páls 2, Þórður, Einar, Elías) Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita