Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir gera kröfur upp á tugi milljarða í Kaupþing

Lífeyrissjóðir landsins gera kröfur upp á tugi milljarða kr. í þrotabú Kaupþings. Stærsta krafan er frá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna og hljóðar hún upp á um 14 milljarða kr.

Næststærstu kröfuna í Kaupþing gerir lífeyrissjóðurinn Stapi en hún hljóðar upp á rúmlega 10 milljarða kr.

Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) gera álíka miklar kröfur í Kaupþing. Krafa Gildis er um 7,8 milljarðar kr. og krafa LSR hljóðar upp á rúmlega 7 milljarða kr.

Þá gerir Almenni lífeyrissjóðurinn kröfu upp á rúmlega 3,1 milljarð kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×