Viðskipti innlent

Hluti gjaldeyrisforðans notaður til að endurfjármagna lán

Sigríður Mogensen skrifar
Már segir að hluti gjaldeyrisforðans verði notaður til að endurfjármagna lán á næsta ári. Mynd/ Stefán.
Már segir að hluti gjaldeyrisforðans verði notaður til að endurfjármagna lán á næsta ári. Mynd/ Stefán.
Hluti gjaldeyrisforða Seðlabankans verður líklega notaður til að endurfjármagna erlend lán ríkissjóðs á næsta ári. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á blaðamannafundi í morgun.

Þungir gjalddagar eru framundan hjá ríkissjóði. Árið 2011 þarf ríkið að greiða niður, eða endurfjármagna, erlend lán að fjárhæð 1,5 milljónir evra, eða sem nemur um 230 milljörðum króna, en til þess þarf erlendan gjaldeyri. Aðgangur ríkisins að erlendum lánsfjármörkuðum hefur verið lítill sem enginn frá bankahruni og því ekki víst hvort ríkið mun geta endurfjármagnað lánin á markaði. Fram kom í máli Seðlabankastjóra í dag að gjaldeyrisforði bankans verði væntanlega nýttur að hluta til að mæta gjalddögum ríkissjóðs. Seðlabankinn hóf reglubundin kaup á gjaldeyri í lok ágúst á þessu ári. Hefur bankinn þegar keypt 400 milljónir evra á gjaldeyrismarkaði.

Búast má við að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði á bilinu 600-700 milljarðar í byrjun næsta árs, en þriðja endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands verður tekin fyrir í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×