KB ráðgjöf hættir með Vista sparnað 7. september 2010 05:00 Sölu á lífeyrissparnaðarleiðinni Vista hefur verið hætt á meðan Arion banki fer yfir stöðu mála. fréttablaðið/anton Arion banki og KB ráðgjöf hafa hætt að bjóða upp á nýja samninga í lífeyrissparnaðarleiðinni Vista á meðan bankinn endurskoðar reglur um upphafsþóknun í kaupsamningunum. Fréttablaðið fjallaði um málið í síðustu viku og segir Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Arion banka, að ákveðið hafi verið að hætta að gera nýja samninga við sjóðfélaga um viðbótarlífeyrissparnað í Vista á meðan efni fréttarinnar sé skoðað innan bankans. „Það hefur verið um nokkurt skeið unnið að breytingum á Vista í samráði við eftirlitsaðila. Og þær breytingar snúa meðal annars að ákveðnum reglum sjóðsins um upphafsþóknun,“ segir Iða Brá. Olaf Forberg, framkvæmdastjóri KB ráðgjafar, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að staðfesta að sölu á Vista hafi verið hætt á meðan vörsluaðili, Arion banki, fari yfir málavexti. Þeir viðskiptavinir Arion banka sem hafa keypt sér séreignarsparnaðarleiðina Vista hjá KB ráðgjöf gætu átt yfir höfði sér tugþúsunda bakreikninga frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samningsins til þess áttunda, renna ekki í lífeyrissparnað viðskiptavina, heldur í upphafsþóknun til KB ráðgjafar. Eru það fjögur prósent af heildartekjum viðskiptavina Vista, fyrir skatt. Lífeyrissparnaður er undanþeginn skatti, en önnur afleidd gjöld eins og upphafs- og söluþóknanir til þess fyrirtækis sem á og rekur vöruna, eru það ekki. Þetta gerir það að verkum að Ríkisskattstjóri hefur heimild til þess að fara allt að sex ár aftur í tímann og rukka inn vangoldin skattgjöld af þessum sex mánaðargreiðslum hjá viðskiptavinum Vista. „Þetta fyrirkomulag hefur verið til skoðunar hjá ýmsum fyrirtækjum sem eru að versla með vöru eins og séreignarsparnað,“ sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og fyrrverandi ríkisskattstjóri, í samtali við Fréttablaðið. „Þau vilja meina að þetta sé heimilt og það hefur verið ágreiningur við skattayfirvöld um það.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Arion banki og KB ráðgjöf hafa hætt að bjóða upp á nýja samninga í lífeyrissparnaðarleiðinni Vista á meðan bankinn endurskoðar reglur um upphafsþóknun í kaupsamningunum. Fréttablaðið fjallaði um málið í síðustu viku og segir Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Arion banka, að ákveðið hafi verið að hætta að gera nýja samninga við sjóðfélaga um viðbótarlífeyrissparnað í Vista á meðan efni fréttarinnar sé skoðað innan bankans. „Það hefur verið um nokkurt skeið unnið að breytingum á Vista í samráði við eftirlitsaðila. Og þær breytingar snúa meðal annars að ákveðnum reglum sjóðsins um upphafsþóknun,“ segir Iða Brá. Olaf Forberg, framkvæmdastjóri KB ráðgjafar, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að staðfesta að sölu á Vista hafi verið hætt á meðan vörsluaðili, Arion banki, fari yfir málavexti. Þeir viðskiptavinir Arion banka sem hafa keypt sér séreignarsparnaðarleiðina Vista hjá KB ráðgjöf gætu átt yfir höfði sér tugþúsunda bakreikninga frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samningsins til þess áttunda, renna ekki í lífeyrissparnað viðskiptavina, heldur í upphafsþóknun til KB ráðgjafar. Eru það fjögur prósent af heildartekjum viðskiptavina Vista, fyrir skatt. Lífeyrissparnaður er undanþeginn skatti, en önnur afleidd gjöld eins og upphafs- og söluþóknanir til þess fyrirtækis sem á og rekur vöruna, eru það ekki. Þetta gerir það að verkum að Ríkisskattstjóri hefur heimild til þess að fara allt að sex ár aftur í tímann og rukka inn vangoldin skattgjöld af þessum sex mánaðargreiðslum hjá viðskiptavinum Vista. „Þetta fyrirkomulag hefur verið til skoðunar hjá ýmsum fyrirtækjum sem eru að versla með vöru eins og séreignarsparnað,“ sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og fyrrverandi ríkisskattstjóri, í samtali við Fréttablaðið. „Þau vilja meina að þetta sé heimilt og það hefur verið ágreiningur við skattayfirvöld um það.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira