Erlent

Með pabba á völlinn

Óli Tynes skrifar
Forsetinn útskýrir leikinn.
Forsetinn útskýrir leikinn. Mynd/AP

Barack Obama er mikill áhugamaður um körfubolta. Hann á tvær dætur en enga syni sem hann getur deilt þessum áhuga með. Og hvað gera forsetar þá?

Þeir draga auðvitað dætur sínar á leiki í kvennadeildinni. Það gerði forsetinn síðastliðinn sunnudag. Á meðfylgjandi mynd er forsetinn, Sasha dóttir hans og vinkona hennar sem ekki er nafngreind.

Fyrir áhugamenn um körfubolta má geta þess að liðin sem kepptu voru Washington Mystics og Tulsa Shock.

Ekki er greint frá því með hvoru liðinu forsetafeðginin og vinkona þeirra héldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×