Button sæll með McLaren sigur 28. mars 2010 14:09 Jessica Mishibata, kærasta Jenson Button fagnaði honum í Melbourne í morgun eftir sigurinn. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button. Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button.
Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira