Erlent

Áfram réttað um blóðdemanta hjá stríðsglæpadómstólnum

Yfirheyrslur halda áfram í dag yfir fyrrum aðstoðarkonu ofurfyrirsætunnar Naom Campell, fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Vitnisburður aðstoðarkonunnar er í ósamræmi við vitnisburð Naomi sem segir að hún hafi ekki vitað hver hafi gefið henni svokallaða blóðdemanta eftir veislu í Suður Afríku árið 1997.

Stríðsglæpadómstólinn telur að það hafi verið Charles Taylor fyrrum einræðisherra Líberíu en dómstólinn leitar að tengingu milli ólöglegra viðskipta með blóðdemanta fyrir vopn, og stjórnar Taylors.

Aðstoðarkona Naomi hefur sagt fyrir dómstólnum að fyrirsætan hafi vel vitað af því hvaðan demantarnir komu. Það er í samræmi við vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow sem einnig hefur sagt fyrir dómstólnum að Naomi hafi vitað hvaðan demantarnir komu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×