Rifta niðurfellingu ábyrgða starfsmanna Kaupþings 17. maí 2010 14:32 Slitastjórn Kaupþings banka sendi í morgun um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þáverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Í tilkynningu segir að niðurfellingin var ákveðin af stjórn Kaupþings banka þann 25. september 2008. Heildarfjárhæð lánanna sem um ræðir er hátt í 32 milljarðar króna. Tæplega 15 milljarðar voru veittir að láni með persónulegri ábyrgð. Langstærsti hluti lánanna var veittur yfirstjórnendum bankans. Til marks um það má nefna að um 20 fyrrum starfsmenn skulda bankanum tæp 90% heildarfjárhæðarinnar en þeir voru flestir lykilstjórnendur bankans og hafa allir látið af störfum. Forsaga málsins er sú að Kaupþing banki gerði, einkum á árunum 2005-2007, kaupréttarsamninga sem m.a. fólust í því að bankinn veitti starfsmönnum sínum lán til hlutabréfakaupa í bankanum, með veði í bréfunum sjálfum. Starfsmenn voru í persónulegri ábyrgð að fullu eða að hluta. Í flestum tilvikum voru lánasamningar á þann veg að skuld viðkomandi var ekki komin á gjalddaga þegar Kaupþing féll 8. október 2008. Fyrir liggur að hlutabréfaeign starfsmanna í bankanum er verðlaus og veðin fyrir lánunum einskis virði. Í september 2008 höfðu fjármál starfsmanna Kaupþings verið til umfjöllunar hjá starfskjaranefnd bankans. Þar kom fram að það væri mat nefndarinnar að sumir lykilstarfsmanna bankans væru í verulegum fjárhagsörðugleikum vegna lækkandi gengis á hlutabréfum bankans. Það væri mikilvægt að lykilstarfsmenn bankans gætu einbeitt sér að hlutverki sínu og það væri jafnframt mat nefndarinnar að leiðrétta ætti hlut þeirra. Á stjórnarfundi í Kaupþingi banka hinn 25. september 2008 voru þessi lán starfsmanna bankans til umfjöllunar. Á fundinum samþykkti stjórnin að veita Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra, heimild til þess að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum og takmarka ábyrgð þeirra framvegis við veðsett hlutabréf. Slitastjórn Kaupþings telur að niðurfelling persónulegrar ábyrgðar sé gjafagerningur í skilningi gjaldþrotalaganna og að auki til þess fallin að rýra hlut kröfuhafa bankans. Því hefur verið tekin ákvörðun um að rifta þessum gerningum og hafa viðkomandi einstaklingum og félögum verið send riftunarbréf þess efnis. Verði ekki gerð skil innan 10 daga frests mun slitastjórn Kaupþings stefna viðkomandi málum fyrir dóm. Flestir starfsmenn bera persónulega ábyrgð á lánum sem þeir tóku hjá bankanum að öllu leyti eða að hluta. Snemma árs 2006 veitti FME heimild til þess að starfsmenn færðu lán vegna hlutabréfakaupa í einkahlutafélög. Liðlega 10 þeirra starfsmanna sem um ræðir nýttu sér þessa heimild og fluttu skuldir sínar við bankann vegna hlutabréfakaupa úr persónulegri eigu í einkahlutafélög. Slitastjórn Kaupþings mun leita allra leiða til að rifta flutningi lána í einkahlutafélög. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings banka sendi í morgun um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þáverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Í tilkynningu segir að niðurfellingin var ákveðin af stjórn Kaupþings banka þann 25. september 2008. Heildarfjárhæð lánanna sem um ræðir er hátt í 32 milljarðar króna. Tæplega 15 milljarðar voru veittir að láni með persónulegri ábyrgð. Langstærsti hluti lánanna var veittur yfirstjórnendum bankans. Til marks um það má nefna að um 20 fyrrum starfsmenn skulda bankanum tæp 90% heildarfjárhæðarinnar en þeir voru flestir lykilstjórnendur bankans og hafa allir látið af störfum. Forsaga málsins er sú að Kaupþing banki gerði, einkum á árunum 2005-2007, kaupréttarsamninga sem m.a. fólust í því að bankinn veitti starfsmönnum sínum lán til hlutabréfakaupa í bankanum, með veði í bréfunum sjálfum. Starfsmenn voru í persónulegri ábyrgð að fullu eða að hluta. Í flestum tilvikum voru lánasamningar á þann veg að skuld viðkomandi var ekki komin á gjalddaga þegar Kaupþing féll 8. október 2008. Fyrir liggur að hlutabréfaeign starfsmanna í bankanum er verðlaus og veðin fyrir lánunum einskis virði. Í september 2008 höfðu fjármál starfsmanna Kaupþings verið til umfjöllunar hjá starfskjaranefnd bankans. Þar kom fram að það væri mat nefndarinnar að sumir lykilstarfsmanna bankans væru í verulegum fjárhagsörðugleikum vegna lækkandi gengis á hlutabréfum bankans. Það væri mikilvægt að lykilstarfsmenn bankans gætu einbeitt sér að hlutverki sínu og það væri jafnframt mat nefndarinnar að leiðrétta ætti hlut þeirra. Á stjórnarfundi í Kaupþingi banka hinn 25. september 2008 voru þessi lán starfsmanna bankans til umfjöllunar. Á fundinum samþykkti stjórnin að veita Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra, heimild til þess að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum og takmarka ábyrgð þeirra framvegis við veðsett hlutabréf. Slitastjórn Kaupþings telur að niðurfelling persónulegrar ábyrgðar sé gjafagerningur í skilningi gjaldþrotalaganna og að auki til þess fallin að rýra hlut kröfuhafa bankans. Því hefur verið tekin ákvörðun um að rifta þessum gerningum og hafa viðkomandi einstaklingum og félögum verið send riftunarbréf þess efnis. Verði ekki gerð skil innan 10 daga frests mun slitastjórn Kaupþings stefna viðkomandi málum fyrir dóm. Flestir starfsmenn bera persónulega ábyrgð á lánum sem þeir tóku hjá bankanum að öllu leyti eða að hluta. Snemma árs 2006 veitti FME heimild til þess að starfsmenn færðu lán vegna hlutabréfakaupa í einkahlutafélög. Liðlega 10 þeirra starfsmanna sem um ræðir nýttu sér þessa heimild og fluttu skuldir sínar við bankann vegna hlutabréfakaupa úr persónulegri eigu í einkahlutafélög. Slitastjórn Kaupþings mun leita allra leiða til að rifta flutningi lána í einkahlutafélög.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent