Erlent

Fundu lík átta nýfæddra barna í Frakklandi

Franska lögreglan hefur handtekið par í norðurhluta Frakklands eftir að lík átta nýfæddra barna fundust í húsi þar og í garði nærliggjandi húsinu. Líkin fundust í þorpinu Villers-au Tetre.

Samkvæmt frétt á CNN er parið á miðjum aldri, konan er hjúkrunarkona og maðurinn situr í bæjarstjórn þorpsins. Þau verða leidd fyrir dómara seinna í dag sem tekur ákvörðun um gæsluvarðhald.

Húsið sem líkamsleifar barnanna fundust var áður í eigu móður hjúkrunarkonunnar. Það var nýlega selt og hinir nýju eigendur rákust á líkin þegar þeir stóðu í endurbótum á húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×