Erlent

Ferfætt fórnarlömb stríðs

Óli Tynes skrifar
Gina er ekki lengur glaðvær og galsafengin,
Gina er ekki lengur glaðvær og galsafengin, Mynd/AP

Stríð tekur toll af fleirum en mönnum. Þegar tíkin Gina fór til Íraks var hún tveggja ára gömul, glaðvær og galsafull.

En Gina er sprengjuleitarhundur. Og eftir hrannalegar húsleitir með öskrum og og háværum sprengingum mánuð eftir mánuð var hún orðin hvumpin og skelfd.

Gina er nú komin aftur heim til Bandaríkjanna. Dýralæknir hefur greint hana með áfallastreituröskun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×