Lífeyrissjóðir töpuðu 70 milljörðum króna á gjaldeyrisvörnum Sigríður Mogensen skrifar 26. október 2010 18:30 Rúmlega 70 milljarða króna tap lífeyrissjóða landsins vegna gjaldeyrisvarna miðast við að sáttatilboð Landssamtaka lífeyrissjóða verði samþykkt af skilanefndum bankanna. Tapið gæti því orðið mun meira. Lífeyrissjóðir höfðu allir heimild til að verja ákveðnum hluta af fjármunum sínum í erlendar fjárfestingar. Þar sem tekjur og útgjöld lífeyrissjóða eru í íslenskum krónum var talið æskilegt að minnka gjaldeyrisáhættu. Þetta gerðu lífeyrissjóðirnir með sérstökum gjaldeyrissamningum. Rannsóknarnefnd Alþingis segir í skýrslu sinni að það veki athygli að gjaldeyrisvarnir sjóðanna hafi aukist þegar krónan veiktist. Það gefi til kynna að þessu hafi verið stýrt á virkan hátt. Í október 2008 stóðu lífeyrissjóðirnir frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að gera upp þessa samninga á mjög óhagstæðu gengi því krónan hafði veikst mikið, en þeir veðjuðu sjálfir á styrkingu krónunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis skoðaði viðskipti Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LSR og Gildis. Í ályktunum nefndarinnar kemur fram að viðskipti sjóðanna á gjaldeyrismarkaði séu umhugsunarverð og allt bendi til að sjóðirnir, sem eigi að hafa langtímamarkmið í huga, hafi verið að vonast eftir skjótfengnum gróða á gjaldeyrismarkaði. Óvissa ríkir um endanlegt tap lífeyrissjóðanna í heild vegna þessara viðskipta, en samkvæmt nýjasta mati Seðlabankans nemur það 73 milljörðum króna. Það er meira en tvöfaldur niðurskurður ríkisútgjalda á næsta ári. Mótaðilar sjóðanna í þessum viðskiptum voru bankarnir þrír. Skömmu eftir hrun lögðu lífeyrissjóðirnir fram sáttatilboð í málinu, en það hljóðar upp á að samningarnir verði gerðir upp á ákveðnu gengi krónunnar. Tap upp á 73 milljarða miðast við að tilboðinu verði tekið. Skilanefndir bankanna hafa nú tveimur árum síðar ekki enn fallist á það. Arnar Sigurmundsson, formaður landssamtaka lífeyrissjóða, sagði í samtali við fréttastofu í dag að viðræður standi enn yfir við skilanefndir bankanna. Hjá samtökunum er nú starfandi teymi sérfræðinga sem undirbýr þá fyrir mögulegan málarekstur, en ef niðurstaða fæst ekki með samningum er líklegt að skilanefndirnar stefni sjóðunum. Hvert endanlegt tap verður fer allt eftir því hvort skilanefndir bankanna sættist á tilboð lífeyrissjóðanna um á hvaða gengi skal gera samningana upp. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rúmlega 70 milljarða króna tap lífeyrissjóða landsins vegna gjaldeyrisvarna miðast við að sáttatilboð Landssamtaka lífeyrissjóða verði samþykkt af skilanefndum bankanna. Tapið gæti því orðið mun meira. Lífeyrissjóðir höfðu allir heimild til að verja ákveðnum hluta af fjármunum sínum í erlendar fjárfestingar. Þar sem tekjur og útgjöld lífeyrissjóða eru í íslenskum krónum var talið æskilegt að minnka gjaldeyrisáhættu. Þetta gerðu lífeyrissjóðirnir með sérstökum gjaldeyrissamningum. Rannsóknarnefnd Alþingis segir í skýrslu sinni að það veki athygli að gjaldeyrisvarnir sjóðanna hafi aukist þegar krónan veiktist. Það gefi til kynna að þessu hafi verið stýrt á virkan hátt. Í október 2008 stóðu lífeyrissjóðirnir frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að gera upp þessa samninga á mjög óhagstæðu gengi því krónan hafði veikst mikið, en þeir veðjuðu sjálfir á styrkingu krónunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis skoðaði viðskipti Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LSR og Gildis. Í ályktunum nefndarinnar kemur fram að viðskipti sjóðanna á gjaldeyrismarkaði séu umhugsunarverð og allt bendi til að sjóðirnir, sem eigi að hafa langtímamarkmið í huga, hafi verið að vonast eftir skjótfengnum gróða á gjaldeyrismarkaði. Óvissa ríkir um endanlegt tap lífeyrissjóðanna í heild vegna þessara viðskipta, en samkvæmt nýjasta mati Seðlabankans nemur það 73 milljörðum króna. Það er meira en tvöfaldur niðurskurður ríkisútgjalda á næsta ári. Mótaðilar sjóðanna í þessum viðskiptum voru bankarnir þrír. Skömmu eftir hrun lögðu lífeyrissjóðirnir fram sáttatilboð í málinu, en það hljóðar upp á að samningarnir verði gerðir upp á ákveðnu gengi krónunnar. Tap upp á 73 milljarða miðast við að tilboðinu verði tekið. Skilanefndir bankanna hafa nú tveimur árum síðar ekki enn fallist á það. Arnar Sigurmundsson, formaður landssamtaka lífeyrissjóða, sagði í samtali við fréttastofu í dag að viðræður standi enn yfir við skilanefndir bankanna. Hjá samtökunum er nú starfandi teymi sérfræðinga sem undirbýr þá fyrir mögulegan málarekstur, en ef niðurstaða fæst ekki með samningum er líklegt að skilanefndirnar stefni sjóðunum. Hvert endanlegt tap verður fer allt eftir því hvort skilanefndir bankanna sættist á tilboð lífeyrissjóðanna um á hvaða gengi skal gera samningana upp.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira