Viðskipti innlent

Austurrískur banki á mest í Straumi

Austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank (RZB) er nú stærsti eigandi Straums. RZB var einn stærsti lánadrottinn bankans, ásamt Deutsche Bank, Bayern LB og Goldman Sachs, að því er segir í frétt austurríska miðilsins Die Presse. Þar segir að samkomulagið hafi verið hluti af því að milda höggið á bankann af hruninu á Íslandi, en við það tapaði RZB um 70 milljónum evra, eða jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna.

Straumur var fjórða stærsta lánastofnun landsins fyrir hrun og var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars árið 2009. RZB var einn stærsti bakhjarl bankans, en hlutur hans í hinu nýja félagi um Straum mun verða á bilinu 9,2 til 13 prósent. Að því er segir í frétt Die Presse lék RZB lykilhlutverk í þessari endurreisn.

Eignum Straums, sem nema um 1,2 milljörðum evra, verður á næstu árum stjórnað af kröfuhöfum á meðan kröfur eru endurheimtar, en síðar er áætlað að setja hlut RZB í Straumi.

Samkvæmt upplýsingum frá bankanum munu kröfuhafar með tryggðar kröfur, eins og íslenska ríkið og Íslandsbanki, fá allar sínar kröfur greidar, en ótryggðar kröfur verða greiddar til baka allt að 50 prósentum. Áætlað er að RZB hafi tapað um hundrað milljörðum króna í efnahagshruninu, en hluti af þeim skuldum var afskrifaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×