Innlent

Verðlaunafé Ólafs rennur til íslenskra og indverskra vísindamanna

Við upphaf athafnar vegna afhendingar Nehruverðlaunanna. Frá vinstri: forsætisráðherra Indlands, forseti Íslands, forseti Indlands, varaforseti Indlands.
Við upphaf athafnar vegna afhendingar Nehruverðlaunanna. Frá vinstri: forsætisráðherra Indlands, forseti Íslands, forseti Indlands, varaforseti Indlands.
Pratibha Patil, forseti Indlands, afhenti fyrr í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Nehruverðlaunin við hátíðlega athöfn í Delí. Hann hyggst verja verðlaunafénu sem nemur um 13,5 milljónum króna til að styrkja samstarf íslenskra og indverskra vísindamanna.

Ólafi var afhent verðlaunin að viðstöddum forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, varaforsetanum Mohammad Hamid Ansari, ráðherrum og fjölda indverskra áhrifamanna ásamt Soniu Gandhi leiðtoga Kongressflokksins.

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu Við athöfnina fluttu bæði forseti og varaforseti landsins ræður þar sem ítarlega var fjallað um framlag Ólafs Ragnars á alþjóðavettvangi á undanförnum áratugum.

„Að því loknu flutti forseti Íslands þakkarræðu þar sem hann rakti samstarf sitt við Indiru og Rajiv Gandhi sem bæði voru forsætisráðherrar Indlands og fjölmarga aðra forystumenn landsins. Hann gerði síðan grein fyrir hvernig Íslendingar hefðu í krafti vísinda og rannsókna glímt við eldfjöll, jarðhita, jökla og auðnir sem setja sterkan svip á íslenska náttúru. Í krafti þeirrar þekkingar sem þannig hefði þróast gæti Ísland nú fært Indverjum mikilvæga reynslu og tækni. Þá rakti forseti einnig hvernig íslenskir jöklafræðingar og jarðvegsvísindamenn gætu orðið öflugir þátttakendur í að auka þekkingu Indverja og annarra þjóða í Asíu á því sem er að gerast á Himalajasvæðinu," segir í tilkynningunni.

Þá tilkynnti Ólafur að hann hefði ákveðið að verja verðlaunafénu sem nemur um 13,5 milljónum íslenskra króna til að styrkja samstarf íslenskra og indverskra jöklafræðinga og jarðvegsvísindamanna og gefa indverskum háskólastúdentum kost á að öðlast þekkingu og þjálfun á Íslandi.


Tengdar fréttir

Forseti og frú í opinbera heimsókn til Indlands

Opinber heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Indlands hófst í morgun, þriðjudaginn 12. janúar, í Mumbai en í heimsókninni fer forseti einnig til Delhi og Bangalore. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forseti Íslands muni eiga fundi með forseta Indlands frú Patibha Patil og varaforseta landsins Mohammad Hamid Ansari sem og forsætisráðherranum Manmohan Singh, utanríkisráðherranum og fjölda annarra ráðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×