Lífið

Eurovision-stemning í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur er sögusviðið í myndbandinu við Eurovision-slagarann Je ne sais quoi þar sem <B>Hera Björk</B> og Valdimar Örn Flygenring fara á kostum.
Sundhöll Reykjavíkur er sögusviðið í myndbandinu við Eurovision-slagarann Je ne sais quoi þar sem <B>Hera Björk</B> og Valdimar Örn Flygenring fara á kostum.
Sundhöll Reykjavíkur var undirlögð af kvikmyndagerðarfólki aðfaranótt sunnudags þegar nýtt myndband við Eurovision-slagarann Je ne sais quoi var tekið upp.

Vera Sölvadóttir er leikstjóri nýja myndbandsins og myndbandið þykir nokkuð óhefðbundið af Eurovision að vera. „Það eru engir karlar að dansa í diskógalla, ef það er það sem þú ert meina,“ segir Vera í samtali við Fréttablaðið. Hún var þó ekkert sérstaklega bjartsýn á að þetta myndband fengist í gegn og það kom henni skemmtilega á óvart þegar fulltrúar lagsins samþykktu handritið sem hún hafði skrifað. „Ég bjóst ekkert við því,“ segir Vera.

Leikstjórinn vill ekki gefa upp of mikið um efni myndbandsins sem verður frumsýnt í næstu viku ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hátt í fimmtíu manns komu að gerð myndbandsins og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá ríkir mikil litadýrð í myndbandinu. Vera segir alla hafa skemmt sér konunglega við gerð myndbandsins, ekki síst söngkonuna sjálfa, Heru Björk.

En þegar gengið er á Veru og hún spurð út í atburðarásina í myndbandinu upplýsir hún að Hera verði ástfangin í myndbandinu. Og sá heppni er enginn annar en Valdimar Örn Flygenring, leikari með meiru.

„Af hverju hann? Valdimar er bara mega-hönk og smellpassaði alveg inn í þetta hlutverk,“ segir Vera og bætir því við að leikarinn hafi brugðist snöggt við kallinu með mjög skömmum fyrirvara. „Hann reyndist tilbúinn til að fórna sér fyrir málstaðinn, sagði að þetta væri sitt framlag til íslenska lagsins.“

freyrgigja@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.