Erlent

Teboðshreyfingin náði ekki þeim árangri sem að var stefnt

Það hefur vakið athygli að fulltrúar svokallaðar Teboðshreyfingar náðu ekki þeim árangri sem þeim var spáð í bandarísku þingkosningnum þótt fulltrúar þeirrar hreyfingar hafi unnið nokkra góða sigra.

Þannig tapaði einn af litríkustu frambjóðendum þeirra, Christine O´Donnell, stórt fyrir Chris Coons í Delaware og ein af helstu vonarstjörnum Tepokahreyfingarinnar, Sharron Angle tapaði fyrir Harry Reid í Nevada, að vísu naumlega.

Stjórnmálaskýrendur segja að úrslitin sýni að Teboðshreyfingin er ekki eins öflug og talið var í kosningabaráttunni sjálfri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×