Innlent

Taka þarf ákvörðun um gjaldskrá Orkuveitunnar

Guðlaugur Sverrisson lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur í dag.
Guðlaugur Sverrisson lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir ljóst að eitt fyrsta verkefni nýrrar stjórnar fyrirtækisins verði að ákveða Orkuveitunni gjaldskrá til næstu ára. „Í mínum er það ekki spurning um hvort það verður gert, heldur hvenær. Við þurfum að átta okkur á því að orkuverð hér á landi er mjög lágt. Þrátt fyrir að gjaldskrár verði leiðréttar verður það áfram lágt," segir Guðlaugur í skýrslu sem hann lagði fyrir aðalfund Orkuveitunnar í dag en á fundinum tók ný stjórn við.

Guðlaugur segir að hækkanir eiga að vera hóflegar og í áföngum og koma til framkvæmda á fyrirfram tilgreindum dögum og ná yfir þriggja til fimm ára tímabil.

„Á meðan vextir eru lágir á erlendum lánamörkuðum er hægt að halda gjaldskrá óbreyttri út árið, en lítið má út af bregða. Til þess að ljúka yfirstandandi framkvæmdum þarf OR að semja um lántöku á næstu vikum til þess að geta staðið við gerða samninga á árinu 2011. Þeir lánveitendur sem við hefur verið rætt hafa nær allir sett það skilyrði að OR auki sínar eigin tekjur m.a. með hækkuðum gjaldskrám," segir Guðlaugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×