Viðskipti innlent

Segja að ESB hafi sett löndunarbann á makríl frá Íslandi

Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Evrópusambandið (ESB) hafi sett löndunarbann á makríl frá Íslandi og Færeyjum.

Þar með geta Íslendingar og Færeyingar ekki lengur selt makrílafurðir sínar í löndum Evrópusambandsins. Norðmenn höfðu áður sett á slíkt löndunarbann í sínum höfnum.

Fjallað er um málið á vefsíðum Fiskaren.no og Fish.no og einnig er sagt frá banninu á heimsíðu sambands fiskibátaeigenda í Noregi, Fiskebådtredernes Forbund.

Eins og við greindum frá í gærmorgun hafa samtök útgerðarmanna sem stunda uppsjávarveiðar innan Evrópusambandsins og í Noregi hvatt til refsiaðgerða vegna makrílveiða Íslendinga og Færeyinga.

Á fundi þessara samtaka í London í vikunni var rætt um refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir á hendur Íslendingum og Færeyingum af hálfu Evrópusambandsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×