Viðskipti innlent

Öflugt atvinnumálaráðuneyti styrkir atvinnulífið

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu fagna því að stefnt skuli að fækkun ráðuneyta og þannig stefnt að hagræðingu og nauðsynlegum sparnaði hjá hinu opinbera. Samtökin telja að öflugt atvinnumálaráðuneyti muni styrkja atvinnulífið.

Í tilkynningu segir að reynslan hefur sýnt að mikilvægt er að efla og styrkja ráðuneytin og er stofnun öflugs atvinnumálaráðuneytis mikilvægur liður í því verkefni, þar sem heildarhagsmunir atvinnulífsins verða í fyrirrúmi.

Atvinnulífið sjálft hefur góða reynslu af því að starfa sameinað innan Samtaka atvinnulífsins. Með samstarfi innan SA hefur skilningur einstakra atvinnugreina á öðrum atvinnugreinum aukist og aukin samvinna náðst í mikilvægum málum til farsældar fyrir atvinnulífið allt.

Með stofnun atvinnumálaráðuneytis er hið opinbera því að fylgja eftir fordæmi atvinnulífsins sjálfs með samvinnu atvinnugreinanna undir einu þaki.

Til að vel takist til við stofnun hins nýja ráðuneytis hvetur SVÞ til þess að samstarf verði haft við hagsmunasamtök í atvinnulífinu um hinar fyrirhuguðu breytingar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×