Einar Skúlason: Atvinna og aftur atvinna Einar Skúlason skrifar 21. maí 2010 06:00 Atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem við Íslendingar höfum séð undanfarið er ólíðandi. Reykjavíkurborg á að taka atvinnuleysisvandann innan sinna borgarmarka föstum tökum og leysa hann sem fyrst. Fjölmargt er hægt að gera. Það má stórauka viðhald bygginga í eigu borgarinnar og leggja í þeim efnum sérstaka áherslu á mannaflsfrek verkefni. Við eigum að ráðast í fjölbreytt atvinnuátaksverkefni fyrir ólíka aldurshópa í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð. Við þurfum að endurvekja Aflvaka, atvinnuþróunarfélag Reykjavíkur, og markaðssetja borgina sem aðsetur fyrir atvinnustarfsemi. Við þurfum að setja á fót frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk þar sem áhersla verði lögð á þróun hugmynda á sviði ferðaþjónustu og innlends iðnaðar. Borgin á líka að bjóða skólafólki upp á fjölbreytta sumarvinnu. Allt það sem við leggjum af skynsemi til atvinnumála á þessari stundu mun margborga sig síðar. Við þurfum að horfa til framtíðar. Við eigum til dæmis Orkuveituna. Í henni felast miklir möguleikar. Á vegum hennar eigum við að bjóða upp á sveigjanlegri orkusölusamninga sem laða að fleiri tegundir af fyrirtækjum en hingað til hefur verið raunin. Við eigum að setja fyrirtæki í forgang sem skapa mörg störf og eru umhverfisvæn. Í ferðaþjónustunni finnst líka urmull tækifæra til þess að auka atvinnu. Við þurfum að efla Reykjavík í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála með áherslu á borgina sem áfangastað, þar sem fjölbreytt afþreying er í boði. Lykilatriðið er þetta: Atvinna og aftur atvinna. Það er verkefni borgarmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem við Íslendingar höfum séð undanfarið er ólíðandi. Reykjavíkurborg á að taka atvinnuleysisvandann innan sinna borgarmarka föstum tökum og leysa hann sem fyrst. Fjölmargt er hægt að gera. Það má stórauka viðhald bygginga í eigu borgarinnar og leggja í þeim efnum sérstaka áherslu á mannaflsfrek verkefni. Við eigum að ráðast í fjölbreytt atvinnuátaksverkefni fyrir ólíka aldurshópa í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð. Við þurfum að endurvekja Aflvaka, atvinnuþróunarfélag Reykjavíkur, og markaðssetja borgina sem aðsetur fyrir atvinnustarfsemi. Við þurfum að setja á fót frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk þar sem áhersla verði lögð á þróun hugmynda á sviði ferðaþjónustu og innlends iðnaðar. Borgin á líka að bjóða skólafólki upp á fjölbreytta sumarvinnu. Allt það sem við leggjum af skynsemi til atvinnumála á þessari stundu mun margborga sig síðar. Við þurfum að horfa til framtíðar. Við eigum til dæmis Orkuveituna. Í henni felast miklir möguleikar. Á vegum hennar eigum við að bjóða upp á sveigjanlegri orkusölusamninga sem laða að fleiri tegundir af fyrirtækjum en hingað til hefur verið raunin. Við eigum að setja fyrirtæki í forgang sem skapa mörg störf og eru umhverfisvæn. Í ferðaþjónustunni finnst líka urmull tækifæra til þess að auka atvinnu. Við þurfum að efla Reykjavík í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála með áherslu á borgina sem áfangastað, þar sem fjölbreytt afþreying er í boði. Lykilatriðið er þetta: Atvinna og aftur atvinna. Það er verkefni borgarmálanna.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar