Viðskipti innlent

Vilja að Hampiðjan greiði 59,6 milljónir í arð

Á aðalfundi Hampiðjunnar á föstudaginn kemur verður lög fram tillaga stjórnar um að fundurinn samþykki að greiddur verði 12% arður vegna ársins 2009, alls að fjárhæð tæpar 59,6 milljónir kr.

Í tilkynningu um fundinn segir að arðurinn verði greiddur í viku 23. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 21. maí., þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 27. maí. Arðleysisdagurinn er 25. maí.

Þá leggur stjórnin fram tillögu um að þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár verði kr. 700.000, formaður taki þrefaldan hlut eða 2,1 milljónir kr.

Stjórnin leggur einnig fram tillögu um kaup á eigin hlutum. Hún hljóðar svo: „Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 21. maí 2010 veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkist við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera hæst 15% yfir síðasta þekktu söluverði á First North markaðinum áður en kaup eru gerð."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×