Lífið

Skýrslan lesin á hárgreiðslustofunni

Skýrslan lesin á hárgreiðslustofunni Arnar Tómasson á Salon Reykjavík segir að viðskiptavinir sínir hafi tekið vel í að geta lesið skýrsluna á hárgreiðslustofunni. Fréttablaðið/Pjetur
Skýrslan lesin á hárgreiðslustofunni Arnar Tómasson á Salon Reykjavík segir að viðskiptavinir sínir hafi tekið vel í að geta lesið skýrsluna á hárgreiðslustofunni. Fréttablaðið/Pjetur

„Mér finnst þetta bara mjög eðlilegt, fólk eyðir löngum tíma á hárgreiðslustofum,“ segir Arnar Tómasson, hárgreiðslumaður á Salon Reykjavík.

Arnar var fljótur til og tryggði sér eintak af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar hún kom út í vikunni. Skýrslan liggur frammi á hárgreiðslustofunni, við hliðina og Séð og heyrt og þess háttar hefðbundnu lesefni á hárgreiðslustofum.

„Þessu hefur verið tekið mjög vel. Það eru þegar nokkrir miðar sem standa út úr þar sem fólk hefur merkt við áhugaverðustu kaflana,“ segir Arnar.

Hvaða kafli í skýrslunni er vinsælastur?

„Það er bók númer átta. Siðferðið.“

Ert þú búinn að lesa eitthvað í skýrslunni sjálfur?

„Já, ég er búinn að eyða nokkrum tíma í þetta. Mér finnst þetta allt saman mjög áhugavert. Það er algjörlega málið að lesa þetta sjálfur í stað þess að láta fjölmiðla segja sér hvað stendur þarna. Mér finnst þetta merkileg sagnfræði um tímann sem við erum að lifa.“

Þetta telst nú ekki beint hefðbundið lesefni á hárgreiðslustofum…

„Nei, þetta er kannski aðeins dýpra en Séð og heyrt en það er bara gott á móti. Þetta fer ágætlega saman.“- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.