Innlent

Kærir mann sem keyrði á hund

Eigandi hundsins sem ekið var á aðfaranótt mánudags í Elliðaárdalnum ætlar að kæra ökumanninn í dag, að sögn móður hans.

Hún segir að ökumaðurinn hafi ekið viljandi á hundinn en maðurinn hafði sagt lögreglu að það hafi verið slys. Ætlunin hafi verið að koma í veg fyrir að hundurinn væri að atast í kanínum.

Móðirin segir að sonur hennar, sem er 21 árs, og vinur hans hafi kallast á við manninn áður en hann keyrði á hundinn. Hún viðurkennir að þeir hafi svarað manninum fullum hálsi.

Sonurinn varð fyrir áfalli þegar hann sá keyrt á hundinn sinn, að sögn móðurinnar. Hundurinn brotnaði ekki en er mjög hræddur eftir eftir lífsreynsluna.

Móðirin segir hundinn blíðan og að honum hafi þótt spennandi að hlaupa á eftir kanínunum.


Tengdar fréttir

Hundaat í kanínum veldur deilum

Ökumaður, sem ætlaði að koma í veg fyrir að hundur væri að atast í villtum kanínum við Stekkjabakka í Reykjavík um klukkan eitt í nótt, varð fyrir því óláni að aka utan í hundinn,sem meiddist við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×