Erlent

Sjálfsmorðsprengjumaðurinn þrefaldur í roðinu

Sjálfsmorðssprengjumaðurinn sem drap á dögunum sjö bandaríska leyniþjónustumenn í Afganistan á var gagn-gagnnjósnari á vegum Al Kaída að því er bandarískir fjölmiðlar halda fram. Maðurinn er sagður hafa verið jórdanskur læknir sem handtekinn var af þarlendum stjórnvöldum fyrir ári síðan vegna tengsla við hryðjuverkasamtökin.

Hann var talinn á það af leyniþjónustumönnum að svíkja félaga sína og gerast gagnnjósnari. Hann virðist þó aldrei hafa gengið af trúnni ef svo má að orði komast því hann tældi njósnarana á sinn fund með því að segjast hafa mikilvægar upplýsingar undir höndum. Síðan sprengdi hann sjálfan sig í loft upp og bandaríkjamennina með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×