Viðskipti innlent

OECD: Aðeins Írland með lægri fyrirtækjaskatt en Ísland

Fyrirtækjaskattur á Íslandi nemur nú 18% en það er næstlægsta skattahlutfallið af löndunum innan OECD. Aðeins á Írlandi er fyrirtækjskatturinn lægri en þar er hann 12,5%.

Reuters birtir í dag lista með fyrirtækjasköttum hjá öllum löndunum innan OECD. Birtingin er í tengslum við umfjöllun um umræðu í Japan um að lækka fyrirtækjaskattinn þar. Japan er með hæsta fyrirtækjaskatt allra OECD landanna eða tæplega 40%. Næst á eftir Japan koma Bandaríkjamenn með fyrirtækjaskatt upp á rétt rúmlega 39%.

Næst á eftir Íslandi á listanum um lægstu fyrirtækjaskattana eru Pólland og Slóvakía en þar nemur skatturinn 19%.

Af hinum Norðurlöndunum er skatturinn lægstur í Danmörku eða 25%, í Finnlandi 26%, Svíþjóð er hann 26,3% og í Noregi er 28% skattur á fyrirtæki.

Hvað Japan varðar eru hugmyndir um að lækka skattinn í 25%. Telja japönsk stjórnvöld að með því muni raunvöxtur hagkerfis þeirra vaxa um 2% við þá lækkun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×