Viðskipti innlent

S&P setur lánshæfiseinkunn ÍLS í ruslflokk

Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í svokallaðann ruslflokk.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að Standard & Poors hefði greint frá því 14. júní 2010, að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs vegna lækkandi eiginfjárstöðu. Lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum lækkar í 'BB+' úr 'BBB'.

Jafnframt var lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbindinga í erlendri mynt lækkuð í 'BB+' úr 'BBB-'. Lánshæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og erlendum myntum var lækkuð í 'B' úr 'A-3'.

Þá voru lánshæfiseinkunnirnar teknar af athugunarlista með neikvæðum vísbendingum. Horfur eru neikvæðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×