Viðskipti innlent

Óbreytt stjórnarlaun hjá Icelandair Group

Samþykkt var á aðalfundi Icelandair Group fyrir helgina að stjórnarlaun verði óbreytt. Stjórnarmenn fái 160 þúsund krónur á mánuði, formaður fái 320 þúsund krónur á mánuði og varamenn fái 80 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund.

Sigurður Helgason er áfram formaður stjórnar og Finnur Reyr Stefánsson, varformaður. Aðrir sem kosnir voru í aðalstjórn eru Jón Ármann Guðjónsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Pétur J Eiríksson.

Á fundinum var samþykkt að ekki verði greiddur arður vegna rekstrarársins 2008.

Þá var samþykkt tillaga um að félaginu verði heimilt að kaupa allt að 10% af eigin bréfum samkvæmt lögum um hlutafélög. Verð bréfanna má ekki vera meira en 20% yfir meðalverði þeirra í kauphöll síðustu tvær vikur fyrir kaupin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×