Lægsta raungengi krónunnar undanfarin 95 ár 7. janúar 2010 12:02 Raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári var það lang lægsta undanfarin 95 ár eða svo. Á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var raungengið tæplega 29% undir meðaltali áranna 1980-2008.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að munurinn var þó enn meiri ef stuðst er við hlutfallslegan launakostnað, en á þann kvarða var raungengið nærri 37% undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Síðarnefnda þróunin er til marks um það hrun í kaupmætti á alþjóðlegan mælikvarða sem orðið hefur hér á landi frá bankahruninu haustið 2008.Þótt raungengi krónu hafi framan af öldinni lengst af verið talsvert yfir meðallagi áratuganna á undan er það mun lengra frá meðaltalinu nú en verið hefur áður.Raungengið hækkaði raunar nokkuð í desember síðastliðnum, mælt á kvarða verðlags. Kom það til af meiri hækkun neysluverðs hérlendis en erlendis, auk þess sem krónan styrktist lítillega.Athyglisvert er að krónan hélt sjó í desembermánuði þrátt fyrir stóran vaxtagjalddaga á skuldabréfum í eigu útlendinga og engin inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, en mánuðurinn var sá fyrsti frá hruni þar sem bankinn seldi ekkert úr gjaldeyrisforða sínum á millibankamarkaði.Undanfarna þrjá áratugi hefur aðeins verið afgangur af viðskiptajöfnuði í fimm ár, árin 1986, 1993-1995 og 2002. Þessi ár var raungengið á bilinu 91-97 miðað við vísitölu Seðlabankans, oftast nær við neðri mörk þessa bils. Því má draga þá ályktun að raungengi í kring um 90 miðað við vísitölu Seðlabanka hafi dugað á þessu tímabili til þess að skila afgangi af utanríkisviðskiptum.Miðað við stöðu raungengisins í dag jafngilti það um það bil 30% sterkari krónu, eða því að evran kostaði í kring um 135 kr. og gengisvísitalan væri nærri 175 stigum. Hins vegar eru aðstæður nú gerbreyttar frá því sem var stærstan hluta þessa tímabils.Vegna meiri áhrifa af eigna- og skuldastöðu þjóðarbúsins spilar þáttatekjujöfnuður nú mun stærra hlutverk í þróun viðskiptajafnaðar en áður, auk þess sem bág staða hagkerfisins kallar á lægra raungengi en ella væri. Því kann að líða töluvert langur tími uns raungengið kemst í námunda við einhvers konar jafnvægi þrátt fyrir að vera nú í sögulegu lágmarki. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári var það lang lægsta undanfarin 95 ár eða svo. Á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var raungengið tæplega 29% undir meðaltali áranna 1980-2008.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að munurinn var þó enn meiri ef stuðst er við hlutfallslegan launakostnað, en á þann kvarða var raungengið nærri 37% undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Síðarnefnda þróunin er til marks um það hrun í kaupmætti á alþjóðlegan mælikvarða sem orðið hefur hér á landi frá bankahruninu haustið 2008.Þótt raungengi krónu hafi framan af öldinni lengst af verið talsvert yfir meðallagi áratuganna á undan er það mun lengra frá meðaltalinu nú en verið hefur áður.Raungengið hækkaði raunar nokkuð í desember síðastliðnum, mælt á kvarða verðlags. Kom það til af meiri hækkun neysluverðs hérlendis en erlendis, auk þess sem krónan styrktist lítillega.Athyglisvert er að krónan hélt sjó í desembermánuði þrátt fyrir stóran vaxtagjalddaga á skuldabréfum í eigu útlendinga og engin inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, en mánuðurinn var sá fyrsti frá hruni þar sem bankinn seldi ekkert úr gjaldeyrisforða sínum á millibankamarkaði.Undanfarna þrjá áratugi hefur aðeins verið afgangur af viðskiptajöfnuði í fimm ár, árin 1986, 1993-1995 og 2002. Þessi ár var raungengið á bilinu 91-97 miðað við vísitölu Seðlabankans, oftast nær við neðri mörk þessa bils. Því má draga þá ályktun að raungengi í kring um 90 miðað við vísitölu Seðlabanka hafi dugað á þessu tímabili til þess að skila afgangi af utanríkisviðskiptum.Miðað við stöðu raungengisins í dag jafngilti það um það bil 30% sterkari krónu, eða því að evran kostaði í kring um 135 kr. og gengisvísitalan væri nærri 175 stigum. Hins vegar eru aðstæður nú gerbreyttar frá því sem var stærstan hluta þessa tímabils.Vegna meiri áhrifa af eigna- og skuldastöðu þjóðarbúsins spilar þáttatekjujöfnuður nú mun stærra hlutverk í þróun viðskiptajafnaðar en áður, auk þess sem bág staða hagkerfisins kallar á lægra raungengi en ella væri. Því kann að líða töluvert langur tími uns raungengið kemst í námunda við einhvers konar jafnvægi þrátt fyrir að vera nú í sögulegu lágmarki.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira