Lægsta raungengi krónunnar undanfarin 95 ár 7. janúar 2010 12:02 Raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári var það lang lægsta undanfarin 95 ár eða svo. Á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var raungengið tæplega 29% undir meðaltali áranna 1980-2008.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að munurinn var þó enn meiri ef stuðst er við hlutfallslegan launakostnað, en á þann kvarða var raungengið nærri 37% undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Síðarnefnda þróunin er til marks um það hrun í kaupmætti á alþjóðlegan mælikvarða sem orðið hefur hér á landi frá bankahruninu haustið 2008.Þótt raungengi krónu hafi framan af öldinni lengst af verið talsvert yfir meðallagi áratuganna á undan er það mun lengra frá meðaltalinu nú en verið hefur áður.Raungengið hækkaði raunar nokkuð í desember síðastliðnum, mælt á kvarða verðlags. Kom það til af meiri hækkun neysluverðs hérlendis en erlendis, auk þess sem krónan styrktist lítillega.Athyglisvert er að krónan hélt sjó í desembermánuði þrátt fyrir stóran vaxtagjalddaga á skuldabréfum í eigu útlendinga og engin inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, en mánuðurinn var sá fyrsti frá hruni þar sem bankinn seldi ekkert úr gjaldeyrisforða sínum á millibankamarkaði.Undanfarna þrjá áratugi hefur aðeins verið afgangur af viðskiptajöfnuði í fimm ár, árin 1986, 1993-1995 og 2002. Þessi ár var raungengið á bilinu 91-97 miðað við vísitölu Seðlabankans, oftast nær við neðri mörk þessa bils. Því má draga þá ályktun að raungengi í kring um 90 miðað við vísitölu Seðlabanka hafi dugað á þessu tímabili til þess að skila afgangi af utanríkisviðskiptum.Miðað við stöðu raungengisins í dag jafngilti það um það bil 30% sterkari krónu, eða því að evran kostaði í kring um 135 kr. og gengisvísitalan væri nærri 175 stigum. Hins vegar eru aðstæður nú gerbreyttar frá því sem var stærstan hluta þessa tímabils.Vegna meiri áhrifa af eigna- og skuldastöðu þjóðarbúsins spilar þáttatekjujöfnuður nú mun stærra hlutverk í þróun viðskiptajafnaðar en áður, auk þess sem bág staða hagkerfisins kallar á lægra raungengi en ella væri. Því kann að líða töluvert langur tími uns raungengið kemst í námunda við einhvers konar jafnvægi þrátt fyrir að vera nú í sögulegu lágmarki. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári var það lang lægsta undanfarin 95 ár eða svo. Á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var raungengið tæplega 29% undir meðaltali áranna 1980-2008.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að munurinn var þó enn meiri ef stuðst er við hlutfallslegan launakostnað, en á þann kvarða var raungengið nærri 37% undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Síðarnefnda þróunin er til marks um það hrun í kaupmætti á alþjóðlegan mælikvarða sem orðið hefur hér á landi frá bankahruninu haustið 2008.Þótt raungengi krónu hafi framan af öldinni lengst af verið talsvert yfir meðallagi áratuganna á undan er það mun lengra frá meðaltalinu nú en verið hefur áður.Raungengið hækkaði raunar nokkuð í desember síðastliðnum, mælt á kvarða verðlags. Kom það til af meiri hækkun neysluverðs hérlendis en erlendis, auk þess sem krónan styrktist lítillega.Athyglisvert er að krónan hélt sjó í desembermánuði þrátt fyrir stóran vaxtagjalddaga á skuldabréfum í eigu útlendinga og engin inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, en mánuðurinn var sá fyrsti frá hruni þar sem bankinn seldi ekkert úr gjaldeyrisforða sínum á millibankamarkaði.Undanfarna þrjá áratugi hefur aðeins verið afgangur af viðskiptajöfnuði í fimm ár, árin 1986, 1993-1995 og 2002. Þessi ár var raungengið á bilinu 91-97 miðað við vísitölu Seðlabankans, oftast nær við neðri mörk þessa bils. Því má draga þá ályktun að raungengi í kring um 90 miðað við vísitölu Seðlabanka hafi dugað á þessu tímabili til þess að skila afgangi af utanríkisviðskiptum.Miðað við stöðu raungengisins í dag jafngilti það um það bil 30% sterkari krónu, eða því að evran kostaði í kring um 135 kr. og gengisvísitalan væri nærri 175 stigum. Hins vegar eru aðstæður nú gerbreyttar frá því sem var stærstan hluta þessa tímabils.Vegna meiri áhrifa af eigna- og skuldastöðu þjóðarbúsins spilar þáttatekjujöfnuður nú mun stærra hlutverk í þróun viðskiptajafnaðar en áður, auk þess sem bág staða hagkerfisins kallar á lægra raungengi en ella væri. Því kann að líða töluvert langur tími uns raungengið kemst í námunda við einhvers konar jafnvægi þrátt fyrir að vera nú í sögulegu lágmarki.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira