Viðskipti innlent

Fleiri ferðast vegna hagstæðara gengis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fleiri ferðast vegna hagstæðara gengis.
Fleiri ferðast vegna hagstæðara gengis.
Mun fleiri Íslendingar hafa verið á faraldsfæti á árinu samanborið við í fyrra. Ástæðan er sú að kaupmáttur Íslendinga hefur aukist á erlendri grundu vegna styrkingar krónunnar.

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að gengi krónunnar hafi styrkst þó nokkuð gagnvart flestum öðrum myntum á árinu. Gengisvísitala krónunnar, sem vegur saman verð gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða Íslands gagnvart krónunni, hefur því lækkað þó nokkuð á árinu. Þannig hafi gildi gengisvísitölunnar staðið í lok síðasta árs í tæpum 233 stigum en nú standi hún í 208 stigum og jafngildi þetta styrkingu upp á 12%.

Greining Íslandsbanka bendir á að kaupmáttur hafi aukist mismikið eftir því hvaða ríki er miðað við, og í sumum tilvikum hefur kaupmáttur jafnvel rýrnað. Þetta eigi til dæmis við ef Íslendingur ætlar að ferðast Ástralíu en þá þarf hann að reiða fram rúmum 5 krónum meira fyrir Ástralíudalinn (jafngildi 4% hækkunar) en um síðustu áramót. Svipaða sögu er að segja um ef áfangastaðurinn er annað hvort Japan eða Taíland.

Þessu er þó öfugt farið í mun fleiri tilvikum, auk þess sem breytingin er þá að öllu jöfnu í ýktari mynd. Mest hefur gengi krónunnar styrkst gagnvart ungversku forintunni, og ætli Íslendingur að ferðast til Ungverjalands þarf hann nú að reiða fram um fimmtungi færri krónur fyrir forintuna en um síðustu áramót. Svipaða sögu er að segja ef ferðinni er heitið til Króatíu, og hefur krónan styrkst um 19% gagnvart hinni króatísku kúnu frá síðustu áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×