Viðskipti innlent

Sáu bankann sem sparibauk

vilhjálmur Lektor við HÍ og fyrrum hluthafi í Glitni segir sukk hafa einkennt bankann á síðustu metrunum.
vilhjálmur Lektor við HÍ og fyrrum hluthafi í Glitni segir sukk hafa einkennt bankann á síðustu metrunum.

„Þetta var mokstur úr bankanum og sukk,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi hluthafi í Glitni. Hann fékk á mánudag afhent gögn frá skilanefnd bankans um lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Fons samkvæmt úrskurði Hæstaréttar.

Gögnin sýna að lán bankans til Fons, félags í meirihlutaeigu Pálma Haraldssonar, námu 23,7 milljörðum króna. Verulega gaf í lánveitingar þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi. Nokkur lán nálægt tíu milljörðum króna í erlendri mynt voru veitt Fons eftir að skilanefnd tók bankann yfir í október 2008.

FL Group var stærsti hluthafi Glitnis á sama tíma og lánin voru veitt til Fons, sem átti tíu prósent í FL Group. Vilhjálmur segir ljóst að helstu eigendur Glitnis hafi verið fjárvana og notað bankann líkt og sparibauk.

„Þeir áttu enga peninga enda lánaði bankinn fyrir öllu,“ segir hann.

FL Group, Glitnir og Fons eru öll gjaldþrota og nema kröfur í bú félags Pálma fjörutíu milljörðum króna. Rúmur helmingur krafna er frá Glitni. - jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×