Innlent

Eyjafjallajökull: Enn gýs af krafti

Gosmökkurinn sast greinilega úr Vestmannaeyjum í gær.
Gosmökkurinn sast greinilega úr Vestmannaeyjum í gær. MYND/Óskar Friðriksson

Ennn gýs af krafti úr Eyjafjallajökli. Gosórói mælist svipaður og undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, en skjálftavirkni er ekki mikil. Gosmökkinn leggur undan hægri norðvestanátt til suðausturs, eins og undanfarna daga, í átt að Skógum og Mýrdal.

Samkvæmt ratsjám nær öskumökkurinn upp í fjögurra til rúmlega fimm kílómetra hæð. Veðurstofu höfðu ekki borist tilkynningar um öskufall í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×