FSA hætti við að loka Icesave vegna loforðs ríkisstjórnar Íslands 10. janúar 2010 18:51 Alain Lipietz „Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde gaf út sumar 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Hann segir að sumarið 2008, stuttu fyrir hrun, hafi breska fjármálaeftirlitið (FSA) viljað loka útibúi Landsbankans af ótta við að það gæti farið eins og það fór. Þá fullvissaði ríkisstjórn Geirs bresk yfirvöld um að ríkið stæði á bak við innstæðutryggingasjóð til þess að standa við skuldbindingar gagnvart íslensku bönkunum og það hafði áhrif á að útibúinu var ekki lokað. „Útibúin í Bretlandi voru íslensk," bætir Björn Valur. Hann segir að síðan hafi tvær ríkisstjórnir til viðbótar komist að þeirri niðurstöðu að ríkið ábyrgist innistæðurnar. Evrópuþingmaðurinn, og einn af höfundum tilskipunar innstæðutryggingakerfis ESB, Alain Lipietz, sagði í Silfri Egils í dag að Íslendingar bæru ekki ábyrgð á skuldunum vegna þess að ábyrgð gistiríkis væri miklu meiri en Bretar og Hollendingar hafa haldið fram hingað til. Meðal annars áttu fjármálaeftirlit þessara landa að hafa eftirlit með útibúunum. Því er lagaleg staða þeirra veik að mati Lipietz. Að sögn Björns Vals er þetta gömul umræða og þetta hafi verið eitt af fyrstu atriðunum sem tekist var á um. En vegna þess að breska fjármálaeftirlitið vildi taka í taumana sumarið 2008, en hætt við vegna yfirlýsinga íslenskra yfirvalda um að íslenska ríkið styddi við bakið á tryggingasjóðnum, sé staðan orðin heldur snúin. Björn Valur bendir svo á að í Brusselviðmiðunum standi í fyrstu greininni að innstæðukerfið hafi verið innleitt á Íslandi, „og við förum eftir því," segir Björn Valur að lokum. Tengdar fréttir Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10. janúar 2010 12:54 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
„Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde gaf út sumar 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Hann segir að sumarið 2008, stuttu fyrir hrun, hafi breska fjármálaeftirlitið (FSA) viljað loka útibúi Landsbankans af ótta við að það gæti farið eins og það fór. Þá fullvissaði ríkisstjórn Geirs bresk yfirvöld um að ríkið stæði á bak við innstæðutryggingasjóð til þess að standa við skuldbindingar gagnvart íslensku bönkunum og það hafði áhrif á að útibúinu var ekki lokað. „Útibúin í Bretlandi voru íslensk," bætir Björn Valur. Hann segir að síðan hafi tvær ríkisstjórnir til viðbótar komist að þeirri niðurstöðu að ríkið ábyrgist innistæðurnar. Evrópuþingmaðurinn, og einn af höfundum tilskipunar innstæðutryggingakerfis ESB, Alain Lipietz, sagði í Silfri Egils í dag að Íslendingar bæru ekki ábyrgð á skuldunum vegna þess að ábyrgð gistiríkis væri miklu meiri en Bretar og Hollendingar hafa haldið fram hingað til. Meðal annars áttu fjármálaeftirlit þessara landa að hafa eftirlit með útibúunum. Því er lagaleg staða þeirra veik að mati Lipietz. Að sögn Björns Vals er þetta gömul umræða og þetta hafi verið eitt af fyrstu atriðunum sem tekist var á um. En vegna þess að breska fjármálaeftirlitið vildi taka í taumana sumarið 2008, en hætt við vegna yfirlýsinga íslenskra yfirvalda um að íslenska ríkið styddi við bakið á tryggingasjóðnum, sé staðan orðin heldur snúin. Björn Valur bendir svo á að í Brusselviðmiðunum standi í fyrstu greininni að innstæðukerfið hafi verið innleitt á Íslandi, „og við förum eftir því," segir Björn Valur að lokum.
Tengdar fréttir Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10. janúar 2010 12:54 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10. janúar 2010 12:54
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent