FSA hætti við að loka Icesave vegna loforðs ríkisstjórnar Íslands 10. janúar 2010 18:51 Alain Lipietz „Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde gaf út sumar 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Hann segir að sumarið 2008, stuttu fyrir hrun, hafi breska fjármálaeftirlitið (FSA) viljað loka útibúi Landsbankans af ótta við að það gæti farið eins og það fór. Þá fullvissaði ríkisstjórn Geirs bresk yfirvöld um að ríkið stæði á bak við innstæðutryggingasjóð til þess að standa við skuldbindingar gagnvart íslensku bönkunum og það hafði áhrif á að útibúinu var ekki lokað. „Útibúin í Bretlandi voru íslensk," bætir Björn Valur. Hann segir að síðan hafi tvær ríkisstjórnir til viðbótar komist að þeirri niðurstöðu að ríkið ábyrgist innistæðurnar. Evrópuþingmaðurinn, og einn af höfundum tilskipunar innstæðutryggingakerfis ESB, Alain Lipietz, sagði í Silfri Egils í dag að Íslendingar bæru ekki ábyrgð á skuldunum vegna þess að ábyrgð gistiríkis væri miklu meiri en Bretar og Hollendingar hafa haldið fram hingað til. Meðal annars áttu fjármálaeftirlit þessara landa að hafa eftirlit með útibúunum. Því er lagaleg staða þeirra veik að mati Lipietz. Að sögn Björns Vals er þetta gömul umræða og þetta hafi verið eitt af fyrstu atriðunum sem tekist var á um. En vegna þess að breska fjármálaeftirlitið vildi taka í taumana sumarið 2008, en hætt við vegna yfirlýsinga íslenskra yfirvalda um að íslenska ríkið styddi við bakið á tryggingasjóðnum, sé staðan orðin heldur snúin. Björn Valur bendir svo á að í Brusselviðmiðunum standi í fyrstu greininni að innstæðukerfið hafi verið innleitt á Íslandi, „og við förum eftir því," segir Björn Valur að lokum. Tengdar fréttir Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10. janúar 2010 12:54 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde gaf út sumar 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Hann segir að sumarið 2008, stuttu fyrir hrun, hafi breska fjármálaeftirlitið (FSA) viljað loka útibúi Landsbankans af ótta við að það gæti farið eins og það fór. Þá fullvissaði ríkisstjórn Geirs bresk yfirvöld um að ríkið stæði á bak við innstæðutryggingasjóð til þess að standa við skuldbindingar gagnvart íslensku bönkunum og það hafði áhrif á að útibúinu var ekki lokað. „Útibúin í Bretlandi voru íslensk," bætir Björn Valur. Hann segir að síðan hafi tvær ríkisstjórnir til viðbótar komist að þeirri niðurstöðu að ríkið ábyrgist innistæðurnar. Evrópuþingmaðurinn, og einn af höfundum tilskipunar innstæðutryggingakerfis ESB, Alain Lipietz, sagði í Silfri Egils í dag að Íslendingar bæru ekki ábyrgð á skuldunum vegna þess að ábyrgð gistiríkis væri miklu meiri en Bretar og Hollendingar hafa haldið fram hingað til. Meðal annars áttu fjármálaeftirlit þessara landa að hafa eftirlit með útibúunum. Því er lagaleg staða þeirra veik að mati Lipietz. Að sögn Björns Vals er þetta gömul umræða og þetta hafi verið eitt af fyrstu atriðunum sem tekist var á um. En vegna þess að breska fjármálaeftirlitið vildi taka í taumana sumarið 2008, en hætt við vegna yfirlýsinga íslenskra yfirvalda um að íslenska ríkið styddi við bakið á tryggingasjóðnum, sé staðan orðin heldur snúin. Björn Valur bendir svo á að í Brusselviðmiðunum standi í fyrstu greininni að innstæðukerfið hafi verið innleitt á Íslandi, „og við förum eftir því," segir Björn Valur að lokum.
Tengdar fréttir Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10. janúar 2010 12:54 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Höfundur innstæðutrygginga: Ekki til krafa um að borga í tilskipuninni Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum. 10. janúar 2010 12:54