Körfubolti

Bradford búinn að skrifa undir hjá Njarðvík

Nick Bradford
Nick Bradford
Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford skrifaði undir samning um að leika með Njarðvíkingum út leiktíðina í gær eftir að hann var látinn fara frá liði í Finnlandi. Bradford er íslendingum að góðu kunnur og er fyrsti útlendingurinn til þess að leika með öllum stóru suðurnesjaliðunum þ.e. Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

Í samtali við karfan.is í gærkvöldi sagðist Bradford spenntur fyrir því að leika hér á landi því hér líði honum vel. Hann sagði miklu máli hafa skipt að Sigurður Ingimundarson sé við stjórnvölin í Njarðvík því Sigurður sé líklega besti þjálfari sem hann hafi haft hjá liðum í Evrópu.

Einnig sagðist Bradford þekkja þá Pál Kristinsson og Magnús Gunnarsson leikmenn Njarðvíkur, sem hafa áður leikið með Bandaríkjamanninum snjalla.

Það er því nokkuð ljóst að Njarðvíkingar verði sterkir í Iceland Express deildinni eftir áramótin, en þeir sitja nú í öðru sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Nick Bradford kemur til Íslands í kvöld

Njarðvíkingar vonast til þess að ganga frá samningi við Bandaríkjamaninn Nick Bradford þegar hann lendir á Íslandi í kvöld. Bradford er á leiðinni frá Finnlandi eftir að hafa verið rekinn frá Kataja á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×